Strandapósturinn - 01.06.1986, Blaðsíða 65
lífi fólks á þessum árum og börnin komu fljótt til hjálpar og urðu
virkir þátttakendur í lífsbaráttunni. Góðar móttökur voru alltaf á
fjallabænum, þó oft væri þröngt í búi í lágreistum bæ. Anna bjó í
Gilhaga til ársins 1943, eða í 18 ár. Anna varð síðar ráðskona
barnaskólans á Borðeyri í fjölda ára með miklum myndarskap og
við einstakar vinsældir eldri sem yngri. Má segja að hún hafi
verið börnunum allt í senn, húsfreyja, móðir, ráðgjafi, sálfræðing-
ur og sáttasemjari, sem þyrfti marga sérffiæðinga nú til að leysa
af hendi.
Hann er ómældur sá stuðningur sem ég undirrituð þáði hjá
Onnu á mínum barnaskólaárum.
Svo mikils virði var starf hennar að það verður seint metið,
hvorki til verðleika né launa.
Ingólfur og síðan Anna voru síðustu ábúendur í Gilhaga.
Hrútafjarðará er eins og áður segir landamerki Gilhaga að
austan. Nokkur vöð eru á ánni neðan Gilhaga.
Eitt þeirra er Snoppuvað, það dregur nafn sitt af melholti á
austurbakka árinnar. Holt þetta heitir Snoppa og er það dregið
af lögun þess. Slægjuhólsvað er niður undan Slægjuhólnum og
Kirkjuvað, sem fólk frá Gilhaga fór oftast yfir er það fór til kirkju
að Stað. Réttarfoss er í Hrútafjarðará, neðan hans er Réttarvað.
Nöfnin eru dregin af skilarétt er var austan við ána, þ.e. Húna-
vatnssýslumegin, rétt við fossinn. Rétt þessi er fyrir löngu rústir
einar.
Laxveiði nokkur fylgir Gilhaga, fáir hyljir, en góðir. Réttarfoss
er fremsti hylurinn í Hrútafjarðará, lax gengur ekki upp fyrir
fossinn. Næst er Réttarstrengur, Ker og Stokkur, þröngur og
lygn, rétt fyrir innan þar sem Miklagil fellur í ána. Oft liggja
laxar þar í breiðum og þar getur veiðst vel. Komið gat fyrir að
bleikja gengi upp í Miklagil seinni hluta sumars og þá í kvörnina
fyrir ofan Fjárvaðið og fossinn þar fyrir ofan, en þar er Freyð-
andi, sem er djúpur freyðandi hylur í þröngum stokk, rétt áður
en gilið fellur í ána. Ofan við hylinn uppi á brúninni heitir Gunn-
arshlaup þar sem gilið fellur þröngt í streng milli kletta.
63