Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 66
Til var að menn stykkju þarna yfir og var það hið mesta
hættuspil. Ragnar bóndi í Grænumýrartungu stökk þarna einu
sinni yfir og þá suður yfir, en brúnin á gilbarminum er aðeins
hærri að norðan. Eins mun Freysteinn heitinn Þorbergsson hafa
leikið þetta.
Gunnarshlaup þetta mun vera kallað eftir Gunnari Guðmunds-
syni, manni Sigríðar Árnadóttur, sem var hálfsystir Þórðar Sig-
urðssonar, sem bjó í Grænumýrartungu.
Gunnar þessi mun fyrstur manna hafa stokkið þarna yfir, svo
vitað sé.
Nokkru ofar í Miklagili er Fjárvaðið og ennþá ofar illfært vað
yfir í Foftshvamm í landi Grænumýrartungu.
Var þá talað um að „fara yfir á Foftshvammi“.
Talsvert ofar er foss í gilinu og nokkuð hár drangur í honum
miðjum. Bæði fossinn og drangurinn nefnast Jörundur og var
sagt að þar hafi tröllkarl dagað uppi er sól reis og orðið of seinn
fyrir í helli sinn.
Ennþá ofar er svokallað Neðstavað, þó vöð séu neðar, en það
dregur nafn sitt af því að það má heita neðsta vel færa vaðið á
gilinu. Það var þó ekki notað frá Gilhaga til þess var það of
ofarlega þegar leið lá út eftir.
Gilhagabærinn stendur á breiðu holti. Sunnan í holtinu er
brekka og tjörn að mestu þornuð, sunnan hennar grundir, sunn-
an þeirra rennur Grundarlækur.
Af bæjarhlaðinu sést yfir í Óspaksstaðasel og út að Óspaks-
stöðum og út á Hrútafjörð. Sást því vel þegar skip komu til Borð-
eyrar.
Brunnhúsholt er ofan við bæinn. Brunnhúsið stóð ofan til í
því. Rétt fyrir ofan Brunnhúsholtið er stór hóll með tveim stein-
um efst, hann heitir Grjóthóll.
Niður af túninu er Slægjuhólsflói og Slægjuhóll fyrir norðan
hann niður við Hrútafjarðará. í Slægjuhólsflóa voru engjar slegn-
ar. Norðan við Slægjuhól er einstakur húsmyndaður steinn í mýr-
lendi, kallaður Grásteinn, burstamyndaður og eins og bær að sjá.
Trúað var að álfar byggðu hann.
64