Strandapósturinn - 01.06.1986, Blaðsíða 67
Skammt norður af Grásteini er Grænhóll, hann var sérstaklega
grænn alveg upp í topp.
Aldrei var akfær vegur að Gilhaga, þó var reynt að fara með
kerru, þ.e.a.s. hest spenntan fyrir vagni frá Miklagilsbrú og niður
eftir með vörur, en það var ekki hægt nema í sérstökum þurr-
viðrum. Ekki var það fyrr en á allra síðustu árum sem byggð var
í Gilhaga að smávegis endurbætur voru gerðar yfir verstu torfær-
urnar.
Þetta voru upphlaðnir kantar við lækjarsprænur, tréstokkur
settur í farveginn og hleri lagður yfir.
Þannig var nú vegagerð þeirra tíma háttað og má segja að þar
hafi verið „blandað á staðnum". En þetta var gert á kreppuárun-
um í atvinnubótavinnu.
Hinni venjulegu leið frá Gilhaga og út í sveit er best lýst
þannig að fyrst var farið út að Grænumýrartungu og er það
beint í norður frá bænum, út eftir holtum og mýrardrögum,
sæmilega greiðfært í þurrviðri sem þó heldur spilltist ef vætutíð
var. Til mikilla bóta voru lagfæringar þær er gerðar voru í seinni
tíð.
Aldrei var lagður vegur, aðeins notast við þann götuslóða, sem
myndaðist við umferð manna og hesta.
Þegar komið var út á Einstakahól var eftir aflíðandi holtum að
fara út að Miklagili. Um tvennt var að velja til að komast yfir
Miklagil svo neðarlega til að leiðin lengdist ekki til muna, en það
var fyrrnefnt Fjárvað, sem ekki var fært hestum, aðeins fé og
gangandi mönnum og oftast var farið með fé þar yfir.
Neðar var vað, sem alla tíð var farið, svoneíhdar Flúrur sem
eru sléttar klappir þar sem Miklagil fellur í Hrútafjarðará. Farið
var yfir gilið þar á brúninni og var talað um að „fara yfir á Flúr-
unum“. Vað þetta þótti slæmt og í raun glæfralegt og mátti ekk-
ert út af bera til að ekki færi illa. Farið var lítinn halla niður á
klappirnar með Hrútafjarðará á hægri hönd og eru það nokkrir
faðmar, þá er sveigt til vinstri og yfir gilið. Þurftu hestarnir að
vera stilltir og fótvissir til að skrika ekki fótur, annað hvort í
lausri mölinni eða í hálku að vetrinum. Allt eru þetta klungur og
klappir og hylurinn Freyðandi í Miklagili grængolandi á hægri
65