Strandapósturinn - 01.06.1986, Síða 87
Börn Gísla og Kristjönu voru sex er upp komust, nú öll látin
nema ein dóttir, en þau voru: Ingunn á Þórustöðum í Bitru, kona
Einars Ólafssonar. Annað, Margrét, einnig á Þórustöðum en síð-
ar í Gautsdal, maður hennar var Guðjón Ólafsson frá Þórustöð-
um. Þriðji, Páll Finnbogi, er fyrst bjó í Hlíð og Steinadal í Kolla-
firði en síðar á ýmsum stöðum í Reykhólasveit, byggði sér síðast
bæ í landi Grundar við Reykhóla er hann nefndi Litlu-Grund.
Hann var tvígiftur og á marga afkomendur. Fjórða, Kristín, mað-
ur hennar hét Þorleifur. Þau bjuggu fyrst á Hafrafelli en fluttu til
Reykjavíkur á fjórða áratugnum og eiga afkomendur þar.
Fimmta var Valdís, hún giftist ekki en dvaldist mestan hluta ævi
sinnar á Kinnarstöðum og dó þar. Yngst er svo Ólöf sem nú er
ein á lífi þeirra systkina og dvelur nú á tíræðisaldri á sjúkrahúsi í
Stykkishólmi.
Þegar ég nú las þennan fyrrnefnda þátt Ragnheiðar um þenn-
an langafa minn sem ég heyrði svo oft nefndan í æsku, fór ég að
hugsa um það hvað lítið af vísum hans væri skráð. Og þar sem
nú eru liðin 70 ár frá láti hans, þá fækkar nú óðum þeim er
muna hann, en það eru einmitt þeir sem geyma kveðskap hans í
minningarsjóði sínum. Mér er sagt að ekki muni dagarnir hafa
verið margir, að ekki fæddist vísa hjá Gísla, svo inngróið var
þetta eðli hans.
Ég sneri mér því til ýmissa eldri manna er ég taldi fengs að
vænta. Furðu mikið hafðist upp úr krafsinu, og nú sný ég mér til
Strandapóstsins með beiðni um varðveislu þessa aflafengs.
Mig langar jafnframt að beina því til þeirra er þetta kunna að
lesa, að ef þeir eiga vísu í fórum sínum eftir Gísla, þá þætti mér
vænt um að því yrði komið á framfæri við mig.
Ég vil svo þakka því fólki er aðstoðaði mig við þessa tínslu,
drýgst var þar þáttur Magdalenu Guðlaugsdóttur ljósmóður á
Þambárvöllum, Arnórs bróður hennar í Kópavogi og Kristjáns
Magnússonar bónda í Gautsdal.
85