Strandapósturinn - 01.06.1986, Blaðsíða 108
tíð vera merkilegur hlutur þótt bóndi einn settist niður við púlt
sitt eða við verri skilyrði, á síðkvöldi og tæki sér í hönd penna-
stöng og ritaði niður veðurlýsingu eða viðburði liðins dags. En
þegar þetta var gert daglega og um árabil, verður af þessu fróð-
leikur, óborganlegur fyrir seinni tíma bókmenntir og rannsóknir.
Þeir menn sem þarna stóðu að verki voru á undan sinni sam-
tíð í andanum. Jafnvel þótt þessir menn væru hæddir og spottað-
ir fyrir ómennsku og jafnvel leti, létu þeir ekki bugast, heldur
héldu ótrauðir áfram að setja á blað það sem þeim þótti þess
vert að kæmist til komandi kynslóða. Svo voru aðrir menn sem
töldu sig betur komna með pál og reku öllum stundum. Vissu-
lega voru þessir menn lofsverðir, en þeir gleymdust. Hinir aftur
á móti, sem létu eftir sér að stinga niður penna og sögðu frá því
sem fyrir bar, þeir lifa.
Það er um einn af þessum mönnum sem ég vil greina frá í
stuttu máli. Þessi maður, sem var bóndi, átti konu og börn, varð
að vinna hörðum höndum að búi sínu og á stundum haust og
vor við sjóróðra og linnti ekki fyrr en hann andaðist í öldum
Húnaflóa langt fyrir aldur fram. Þessum manni hefur verið í
blóð borin fræðimennska ásamt eftirtekt og visku meir en al-
mennt gerðist. Það voru þessir menn sem við nútímafólk stönd-
um í þakkarskuld við, og verður aðeins með því einu bætt fyrir
að þessum hans fróðleik verði komið til skila til þjóðarinnar.
Blaðið „Gestur“ varð til í Tungusveit og kom við á öllum bæj-
um.
Á fyrsta tug þessarar aldar bjó í Miðdalsgröf í Tungusveit
maður að nafni Halldór Jónsson frá Tind sonur Jóns Jónssonar,
Magnússonar frá Ingunnarstöðum í Geiradal.
Kona Jóns hét Halldóra Halldórsdóttir prests í Tröllatungu
Jónssonar.
Halldór var bóndi í Miðdalsgröf frá 1902—1912, er hann
drukknaði á besta aldri, ásamt þremur mönnum í Steingríms-
firði. Halldór var merkur fræðimaður og eru handrit hans í
Landsbókasafni. Auk þess að hafa merkileg bréfaskipti við Torfa
í Ólafsdal, ritaði hann dagbók í fjölda mörg ár, einnig stóð hann
í bréfaskriftum við marga Tungusveitunga. Blaðið „Gest“ stofnaði
106