Strandapósturinn - 01.06.1986, Blaðsíða 117
um og ætlum í Ófeigsfjörð. Ég minnist þess að Eiríkur gekk með
okkur út fyrir túngarðinn, þegar hann kvaddi okkur gerði hann
engan mannamun. Hann faðmaði mig að sér og bað guð að
vera með okkur. Við félagarnir löbbuðum yfir Drangaháls, sem
er um 370 m hár og stoppuðum ekki fyrr en við komum að bæn-
um Drangavík. Þar var okkur boðið inn og borið gott'kaffi og til-
heyrandi meðlæti eins og jafnan hjá fngibjörgu Guðmundsdóttur
og Guðmundi Guðbrandssyni. Eftir gamansamar viðræður og
góða hvíld á þessu hlýja heimili héldum við ferðinni áfram. Þess
má geta að við bárum ekki nema léttar pjönkur, sokka til skipta
og eitthvað lítið af fötum. Við höfðum regnkápur og gengum í
gúmmískóm. Mestan hluta af dóti okkar vorum við búnir að
senda með skipi frá Norðurfirði til Borðeyrar.
Bæjarleiðin milli Drangavíkur og Ófeigsfjarðar mun vera ein
sú lengsta þar innan sveitar, á að giska 15 — 20 km. Ekki þarf yfir
fjöll að fara, en aftur á móti eru þar tvær allvatnsmiklar berg-
vatnsár á leiðinni, Eyvindarfjarðará og Hvalá.
í þetta skipti voru þær okkur ekki teljandi farartálmi, en ég hef
verið með í því að þurfa að sundleggja fjárrekstri yfir Eyvindar-
fjarðará, 500 — 600 fjár. Menn blotnuðu þá upp undir hendur,
margir hverjir, þótt hestar væru hafðir með í ferðum. Þegar á
þessum árum hafði ég nokkrum sinnum komið í Ófeigsfjörð og
ætíð var mér það tilhlökkunarefni. Þar mætti manni svo létt glað-
værð og gáski hjá öldnum jafnt sem ungum. í þann tíma voru
tvö heimili í sama íbúðarhúsinu og margmenni á bænum. Þegar
gestir komu þar og stoppuðu eitthvað, sem oft var, þá gengu
þeir á milli góðbúanna án þess að þurfa að fara út fyrir hússins
dyr. Búendur voru hjónin Ingibjörg Ketilsdóttir og Pétur Guð-
mundsson og Sigríður Guðmundsdóttir (systir Péturs) og Svein-
björn Guðmundsson, þá nýlega trúlofaður Sigríði. Við Guðmund-
ur Eiríksson gistum þar í góðu yfirlæti. Eftir hádegi á sunnudegi
fórum við þaðan. Leiðin sem við völdum var kölluð að fara yfir
fjall
Þá var farið fyrir ofan byggð í Ingólfsfirði og Trékyllisvík.
Sunnan við fjallið „Glifsu“. I dimmviðri er vegur þessi talinn
nokkuð villugjarn fyrir ókunnuga, einkum á þeim hluta leiðarinn-
115