Strandapósturinn - 01.06.1986, Blaðsíða 119
Þannig losnuðum við undan því að bera pokana upp erfiðustu
brekkurnar.
Inni á heiðinni þar sem árnar skiptast, skildi Jóhannes við
okkur og hélt niður í Goðdal, en við fimmmenningarnir fylgdum
símalínunni niður í Sunndal. Enginn okkar hafði áður farið þessa
leið. Fannst okkur Sunndalurinn æði langur, þótt mjúkt væri
undir fæti, þegar neðar dró.
Ekki komum við neitt heim á bæinn, heldur tókum stefnuna
sniðhallt á Bjarnarfjarðarháls. Eftir linnulausa tveggja klukku-
stunda göngu yfir holt og mýrarsund komum við loks að bænum
Sandnesi. Þótti okkur þessi háls ótrúlega langur og þreytandi.
Vel var tekið á móti okkur á bænum. Var okkur strax boðið til
stofu og borið kaffi. Sigvaldi bóndi Guðmundsson var ræðinn og
kátur. Ekki vissum við hvort fólkið hafði fengið fregnir af ferð
okkar, en við upplýstum fljódega hverra erinda við fórum. Sig-
valdi gerði liðskönnun, fýsti hann að vita hverra manna við vær-
um. Hann kannaðist við flesta bændur í Árneshreppi, en þegar
röðin kom að mér gegndi öðru máli. Eg var úr annarri sveit og
sýslu, Norður-ísfirðingur. „Já, já“ sagði þá Sigvaldi, „úr kjördæmi
Jóns Auðuns. Ég held það sé nú gott og blessað.“ Mér létti við
þessi ummæli Sigvalda bónda. Það var ekki fyrr en Stranda-
mannabók Jóns Guðnasonar kom út að ég las mér til um náin
skyldmenni mín í Árneshreppi, við Steingrímsfjörð og víðar þar
um slóðir. Afi minn í föðurætt var Kristján Loftsson í Litlu-Ávík
og Páll Jónsson í Kaldbak var náskyldur móður minnar.
En þarna sem við nú sátum í stofunni á Sandnesi og nutum
góðra veitinga, eru allt í einu komnir tveir menn frá Hólmavík á
skektu til að sækja okkur. Annar þessara manna hét Gestur Lofts-
son, systursonur húsfreyjunnar á Sandnesi, Guðbjargar Einars-
dóttur. Því miður man ég ekki hvað hinn maðurinn hét. Gestur
varð skólabróðir okkar í Reykjaskóla, en veiktist um miðjan vetur
og varð að fara á sjúkrahæli.
Ferðin yfir Steingrímsfjörð gekk mæta vel því veður var gott
og allir kunnum við áralagið.
Þá vorum við komnir til Hólmavíkur, þar ætluðum við að
117