Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 121

Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 121
þarna, sem tóku okkur svona vel. Ég man að Guðbjörg Jónsdótt- ir skáldkona kom og heilsaði okkur og kvaddi ljúfmannlega, þeg- ar við fórum. Þess vegna álykta ég að það hafi verið á hennar heimili eða sona hennar, Jóns eða Þorsteins. Allmörgum árum síðar bar fundum okkar Þorsteins saman á Hólmavík. Ég mundi þá ekki eftir að leiða þetta í tal við hann. Mér þóttu reisuleg hús- in og falleg bændabýlin á Broddanesi. Að góðri stundu liðinni héldum við ferðinni áfram. Þá geng- um við út með sjó, kringum Ennishöfða. A einum stað fyrir höfð- anum fórum við eftir klettasyllu. Það var slétt og breið gata, auð- sýnilega löguð af mannahöndum — mikill munur að labba eftir henni eða ófæruhillunum á Hornströndum. Við komum að Skriðnesenni seinni part dags. Þar kom Stein- unn Guðmundsdóttir húsfreyja út á hlað á móti okkur og bauð okkur hjartanlega velkomna. Hygg ég að hún hafi verið búin að frétta af ferð okkar í síma eða á annan hátt. Móðir mín og Stein- unn skrifuðust á. Þær höfðu þekkst frá unga aldri og bundist órofa tryggðum. Húsfreyjan á Skriðnesenni þráði nú að fá okkur í bæinn til að veita okkur góðgerðir og gistingu. Hann fýsti líka að heyra fréttir af vinafólki og sveitungum í Arneshreppi. Það var hálfgerður galsi í okkur, sumum að minnsta kosti, svo að allt of lítið varð úr samræðum við Steinunni húsfreyju, sem ærinn starfa hafði á höndum, en langaði til að frétta meira frá fólkinu í Reykjarfirði og úr Arneshreppi. Ég fékk dálítið samviskubit út af þessu tillitsleysi okkar félaga, en allt var það fyrirgefið. Ég minn- ist með þakklæti þessarar góðu gistingar í gamla bænum á Skrið- nesenni haustið 1936. Ekki gerðu þau það endasleppt við okkur félaga, hjónin á Skriðnesenni. Um morguninn, fimmtudag, var hafður til matur fyrir okkur. Húsbóndinn Jón Lýðsson var þá búinn að ráða mann á næsta bæ, Bræðrabrekku, til að flytja okkur á trillu yfir Bitrufjörð. Jón fór svo með okkur. Þegar við komum að Brekku um hádegisbil var Eysteinn Ein- arsson bóndi ferðbúinn. Við hjálpuðumst að við að setja trilluna á flot, síðan var vélin hituð upp og sett í gang. Var svo lagt af stað og stefnan tekin á bæinn Þambárvelli hinum megin við 119
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.