Strandapósturinn - 01.06.1986, Side 122
fjörðinn. Var suðvestan kaldi og stóð vindátt út fjörðinn. Þegar
komið var á miðjan fjörð fór að gefa á bátinn. Vindur fór vax-
andi svo ágjafir jukust, fór þá skipherranum ekki að lítast á blik-
una. Sagðist ekki hafa neitt með meiri ágjöf að gera. Við strák-
arnir vorum ekkert óvanir sjóferðum og töldum enga hættu á
ferðum þó að skvetti nokkuð á. Allir vorum við í hlífðarkápum
en engir í stígvélum nema bændurnir. Skipstjóri tók þá ákvörðun
að slá nokkuð undan veðrinu og taka land heldur utar en upp-
haflega var ædað. Þetta gekk svo sem ágædega. Við þurftum
bara að vaða í land þar sem komið var að og blotnuðum í fæt-
urna. Það var okkur heldur engin nýlunda.
Þegar hér var komið og við höfðum fast land undir fótum, fór-
um við úr sokkunum og undum úr þeim Bitrufjarðarsjóinn svo
vel sem við gátum, síðan gengum við yfir Stikuháls og komum
niður að Skálholtsvík. Þar hittum við á bílveg, sem entist okkur
það sem eftir var dagsins. Ekki komum við heim á bæi þarna og
engum bíl mættum við — vorum þó búnir að ráðgera að fá okk-
ur bíltúr ef kostur gæfist. Seinna um daginn komumst við að því
að vegurinn var lokaður þá stundina og þess vegna engir bílar á
ferð.
Eins og fyrr var gedð, hafði Guðmundur frá Dröngum verið
einn vetur á Reykjaskóla áður og átti hann skólasystkini á nokkr-
um bæjum inn með Hrútafirðinum, t.d. á Kollsá og Prestsbakka.
Við komum heim á bæinn Kollsá. Þar þáðum við kaffiveitingar.
Daníel Tómasson bóndi var ekki heima, en kona hans Herdís
Einarsdóttir tók vel á móti okkur. Sonur þeirra Þorvaldur (skóla-
bróðir Guðmundar) var með okkur í skólanum þennan vetur.
Eftir góða hressingu og hvíld héldum við strikinu áfram inn og
austur.
Næst gengum við í hlað á Prestsbakka. Þar var okkur boðið
inn, en nú var orðið svo áliðið dagsins, að við ákváðum að telja
ekki lengi og halda ferðinni áfram. Guðmundur hitti þarna skóla-
félaga sína frá Reykjum, Torfa, Ingólf, Leif og Eirík, syni séra
Jóns Guðnasonar. En það var stuttur tími til viðræðna. Séra Jón
var ekki heima, en hann var þá einn af kennurum skólans. Tekið
120