Strandapósturinn - 01.06.1986, Síða 127
Þá fannst manni ekki mikið að hræra steypu á palli, þó að unnið
væri 10 tíma á dag. Gátum við stundum farið í boltaleik á kvöld-
in. Sigurður var þá stundum með okkur þó eldri væri en við
strákarnir. Hann var alltaf svo ungur í anda og léttur á fæti.
Sigurður hafði verið bóndi á Laxamýri og var ekkjumaður og
átti 6 börn. Hann var líka mikill verkmaður og góður smiður og
kunni betur við að aðrir ynnu, sem með honum voru.
LFm mánaðamótin júní og júlí kom að Prestsbakka kær-
ustupar frá Hjarðarfelli í Dölum til að láta sr. Jón gifta sig. Hann
hafði áður verið prestur á Kvennabrekku í Miðdölum og var
síðan mjög dáður af Dalamönnum. Þetta var á laugardegi og
komu þau í kassabíl, en það var vörubíll með kassa á pallinum,
sem kallað var boddý, og þóttu þetta góð farartæki í þá daga.
Þau komu yfir Laxárdalsheiði niður í Hrútafjörðinn og var þetta
hálfgerður tröllavegur og aðeins fær vörubílum. Þetta fólk kom
með þær fréttir, að næsta dag (sunnudag), ætti að halda héraðs-
mót á Laugum í Hvammssveit. Þar átti að fara fram íþrótta-
keppni og ýmislegt fleira átti að vera til skemmtunar. Bílstjórinn
bauð okkur strákunum far með þeim vestur, en við yrðum að sjá
okkur farborða að komast heim aftur. Nú var úr vöndu að ráða
og fórum við Ingólfur að hugsa málið. Okkur fannst þetta svo
gott tækifæri að komast á mótið. Ingólfur þekkti þarna flesta, en
ég hafði aldrei þangað komið og gat því lítið lagt til málanna.
Tíminn var naumur til að taka ákvörðun, því bíllinn ætlaði vestur
um nóttina. Kom okkur nú saman um að fara með honum og
láta svo guð og lukkuna ráða um heimferðina á sunnudags-
kvöldið.
A Saurum í Laxárdal átti heima Benedikt Jóhannesson skóla-
bróðir okkar og herbergisfélagi minn. Við ákváðum að fara
þangað með bílnum og fá þar gistingu. Nú drifum við okkur í
sparifötin og sögðum heimilisfólkinu frá ákvörðun okkar. Sigurði
þótti nokkuð djarft teflt, en latti okkur ekki til fararinnar. Sagði
þegar við kvöddum hann að við skyldum muna eftir steypunni á
mánudaginn.
Klukkan var farin að ganga tólf um kvöldið, þegar lagt var af
stað frá Prestsbakka. Veðrið var gott og nóttin björt, allir í góðu
125