Strandapósturinn - 01.06.1986, Side 128
skapi. Með brúðhjónunum voru tvær systur brúðgumans, mjög
geðþekkar stúlkur, og er mér sérstaklega minnisstætt hvað þær
sungu vel. En á þessum árum var það siður að syngja í bílum og
það gerðum við líka ósvikið.
Ferðin yfir heiðina gekk sæmilega þó að vegurinn væri ekki
sem bestur, eins var leiðin niður Laxárdalinn mjög seinfarin.
Þegar við komum að Saurum, en þeir standa neðst í dalnum, fór-
um við úr bílnum og þökkuðum okkar skemmtilega samferða-
fólki fyrir keyrsluna, en við ætluðum að hittast á skemmtuninni
daginn eftir.
Klukkan var að verða tvö að nóttu þegar við guðuðum á
glugga á Saurum. Bensi rak upp stór augu þegar hann sá okkur
og spurði hvert við værum að fara og hvernig við hefðum kom-
ist þangað. Við leystum úr spurningum hans og sögðum honum
í stuttu máli ferðasöguna og tildrög hennar og hvað við ætluð-
umst fyrir næsta dag. Benedikt kvað gistingu heimila og mat og
kaffi ef við vildum, en við afþökkuðum alla fyrirhöfn og bauð
hann okkur síðan í bæinn, sem var snoturt timburhús. Við
vorum mjög fegnir að leggja okkur eftir allan hristinginn yfir
heiðina og niður dalinn því ekki var bíllinn þýður.
Við vöknuðum glaðir og hressir á sunnudagsmorgun. Þá heils-
uðu okkur foreldrar Bensa og voru þau leið yfir því að við skyld-
um ekki fá hressingu þegar við komum, en það var nú bætt úr
því með kaffi og meðlæti sem við gerðum góð skil.
Frá Saurum er mjög víðsýnt um héraðið og blöstu þaðan við
margir sögustaðir, sem ég hafði lært um í íslandssögunni. Það
kom manni til að hugsa um þá afreksmenn og konur, sem þarna
höfðu dvalið og gert garðinn frægan og verka ósjálfrátt á alla
sem um héraðið ferðast, eða svo fannst mér þegar ég kom út á
hlaðið á Saurum þennan bjarta sumarmorgun.
En tíminn var naumur til að hugsa um fortíðina, því nú átti
héraðsmótið á Laugum að byrja eftir hádegið og hvernig áttum
við að komast þangað? Bræðurnir frá Saurum ætluðu að fara ríð-
andi, ásamt fleiru ungu fólki þaðan úr nágrenninu, en við höfð-
um ekkert farartæki. Við fórum svo að ræða málið og sagði þá
húsbóndinn okkur að það kæmu bílar innan úr Miðdölum og
126