Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 130
en er nú kominn í eyði. Maðurinn hét Kristján Einarsson og var
með þrjá til reiðar og bauðst hann til að lána okkur lausu hest-
ana. Það var stór hópur sem hélt af stað frá Laugum og voru
hestarnir heimfúsir og viljugir. í þessum stóra hóp voru þeir
Jóhannes úr Kötlum og Jón frá Ljárskógum, sem ég sá í fyrsta
sinn. Svo smá fækkaði í hópnum og hver fór heim til sín og að
síðustu vorum við bara eftir þrír.
Nú var komið glaða sólskin, því komið var að fótaferðatíma
og er við riðum í hlað á Pálsseli, var fósturfaðir Kristjáns að
koma út og gá til veðurs. Þarna var gamall torfbær en snyrtileg-
ur og feginn varð ég að komast af hestbaki og fá hressingu, sem
var vel útilátin, kaffi og pönnukökur, ásamt brauði og kæfu. Við
gerðum öllu þessu góð skil, höfðum reyndar lítið látið ofaní
okkur frá því að við fórum frá Saururn.
Þarna birtist okkur hin sanna gestrisni og mannkærleikur á
allan hátt, því þegar við vorum búnir að eta og drekka eins og
við gátum þá sagðist Kristján ætla að flytja okkur eitthvað austur
á heiðina. Við kvöddum svo gömlu hjónin með innilegu þakklæti
fyrir góðgerðirnar og riðum af stað.
Það var gaman að horfa til baka og sjá í fjarska Breiðafjarðar-
eyjar og dalina baðaða í morgunsólinni, einnig Hvammsfjörðinn,
sem mér finnst fallegur. Það er ekki að orðlengja það, en
Kristján reið með okkur austur á miðja heiði og vel það. Nú
blasti við okkur Hrútafjörðurinn og var þá aðeins klukkutíma
gangur að Prestsbakka. Þarna kvöddum við velgerðarmann okk-
ar, sem ekkert vildi taka fyrir þennan mikla greiða.
128