Strandapósturinn - 01.06.1986, Blaðsíða 135
andi þátt, sem gefur réttari mynd af formannshæfilei'kum
Jónatans Árnasonar.
Mamma mín, Þuríður Guðmundsdóttir, sagði mér frá því, að
einu sinni að haustlagi þegar pabbi var formaður á Sval frá
Smáhömrum hefði hann orðið að hleypa í vestan roki yfir Stein-
grímsfjörð að Hafnarhólmi. Hann var þá bara við annan mann,
en oftast voru þeir þrír á bátnum, sem var lítill sexæringur. Mað-
urinn sem með pabba var hét Magnús og var sonur Jóns Þor-
steinssonar sem síðast bjó á Gestsstöðum.
Magnús var ákaflega traustur maður og verklaginn og tiltekið
hvað hann var góður seglmaður. Mamma sagðist hafa orðið
hrædd um afdrif bátsins, er veðrið versnaði, enda lidum fleytum
hætt í slíkum aftökum.
Færði hún þetta áhyggjuefni sitt í tal við Björn Halldórsson
bónda á Smáhömrum, sem hughreysti hana og kvað þeim félög-
um myndi reiða vel af þó að fáar hendur væru til starfa, því ekki
þyrfti að óttast feiltökin, hvorki frammí né afturí — meinti við
segl og stýri. Björn mat mikils hæfni þessara manna, enda varð
honum að trú sinni.
Nú fyrir nokkru minntist Þorsteinn sonur Magnúsar á þennan
atburð við mig og hafði eftir pabba sínum það sem hér fer á eft-
ir um heimferðina:
Þeir Jónatan og Magnús náðu landi heilu og höldnu í Hafnar-
hólmi eins og áður er sagt og gistu þar um nóttina. Morguninn
eftir var enn þungavindur á vestan, en þó nokkurn veginn fært
veður.
Það hafði annar bátur orðið að hleypa líka að Hafnarhólmi.
Formaður á honum var Magnús Sigurðsson frá Vonarholti. Þetta
var stór sexæringur og voru skipverjar fimm. Vindur var svo
stæður að þeir gátu ekki náð Smáhömrum nema róa all-langan
spöl inn og fram sem þeir og gerðu.
Jónatan fór áður fram á það við Magnús, að hann lánaði sér
einn mann, því sjáanlegt var að þetta myndi verða erfiður róður
fyrir tvo menn á Sval. En Magnús taldi sig ekki geta það. Hann
þyrfti á öllu sínu liði að halda. Kom sú neitun þeim félögum á
óvart, því að það var ekki sá stærðarmunur á bátunum að hafna
133