Strandapósturinn - 01.06.1986, Side 137
Jón Einarsson:
Sjálfsævi-
söguágrip
Ég er fæddur að Kvíslaseli í Hrútafirði þann 18. febrúar 1862.
Foreldrar mínir voru iðjusamir í mesta máta en bláfátækir alla ævi,
vegna þess að þeir dvöldu alla samverutíð sína í þjóðbraut og
eigur allar runnu til gesta og gangandi, sem enn tíðkast víða á
íslandi, þjóðinni til stórhnekkis efnalega. Lengi bjuggu þeir á
Borðeyri, örskammt frá verzlunarstaðnum með því nafhi. Ungir
vorum við bræður, Guðni og ég, þegar við vorum orðnir í betra
lagi lesandi, því að eigi skorti bækur af ýmsu því tagi, er þá var
rnest lesið í landinu. Sérstaklega má geta þess, að úr engum
einum stað höfðum við eins margar bækur að láni fengið sem
frá næsta bænum, Kjörseyri. Þar bjó þá bóndi sá, er enn býr þar,
ungur og hneigður til þekkingar í ýmsum greinum, sem og kona
hans. Hjón þessi, Finnur Jónsson og Jóhanna Matthíasdóttir,
voru æ fús að lána bækur til lesturs, enda áttu þau safn mikið og
óvenjulegt á bóndabæ á þeirri tíð. En ekki var þetta eini staður-
inn, sem góðfýsi sýndi í þessu efni, því að úr öllum áttum ná-
lega fengum við bækur að láni. Foreldrar okkar reru þar að öll-
um árum, að æ væri nóg að lesa.
Snemma var okkur haldið til að bera við að brúka pennann.
135