Strandapósturinn - 01.06.1986, Qupperneq 139
Um það leyti stundaði ég lækningar nokkuð til muna og hafði
Bryde kaupmaður, danskur, er þá var á Borðeyri, boðist til að
útvega mér að láni meðul frá Kaupmannahöfn og þáði ég það.
Engar árásir voru mér veittar af hálfu héraðslækna þeirra, er
starfinn kom við. Þó elduðum við grátt silfúr í fáar mínútur út af
málum þeim, Júlíus Halldórsson læknir í Klömbrum og ég, fyrir
tilstilli eins kunningja okkar beggja, Ingimundar Jakobssonar,
sem kom okkur saman. En svo lauk máli því, að fremur vorum
við vinrænir saman, Júlíus og ég, eftir og lét hann þess víða getið
að í mér væri læknisefni. Um þessar mundir stundaði ég og bók-
band og ýmislegt smíði, er í sveitum tíðkast, algenga vinnu, og
skrifaði á nóttum, þegar færi gafst, sem ekki var ætíð. Kynntist ég
þá nokkuð hinum nafnkendna fræðimanni séra Þorvaldi Bjarna-
syni á Melstað og léði hann mér ýmsar nýtar bækur, sem ekki
voru víða að hafa, flestar á útlendu máli. í gegnum kynni við
séra Þorvald kynntist ég frænku hans og uppeldisdóttur en systur
konu hans, Guðrúnu Jakobsdóttur prests Finnbogasonar að Stað-
arbakka, og þótti hún þá flestum ungum konum fremri um nær-
liggjandi sveitir, bæði að gáfum og öðru atgervi. Leið eigi á
löngu að kynni yrðu nánari en rétt svona hversdagsleg. Þjáðst
hafði Guðrún af vanheilsu og höfðu meðöl mín sýnzt bæta henni
að nokkru. Oft fóru bréf á milli okkar, sem líkur myndu þykja,
því að hún var vel að sér og stílaði betur bréf en nokkur önnur
kona íslenzk, er ég hefi þekkt. Einu sinni varð ég að biðja séra
Þorvald fyrir bréf, en allt var leynt, eins og því miður er tízka,
braut ég bréfið saman og setti það ofan í stútvítt glas og skrifaði
miða á það sem tíðkanlegt var við meðöl: „Opnist varlega.
Skammturinn takist í einu.“ Árið eftir, 1887, datt Guðrúnu allt í
einu í hug að flytja til Ameríku og þótti mér illa farið. Nokkru
eftir burtför hennar sagði ég séra Þorvaldi af kynnum okkar. Tók
hann því vel en vildi fá mig til að vera kyrran ef ske kynni að
Guðrún þá kæmi aftur. Bauðst hann til í þægju skyni að kenna
mér undir skóla alveg ókeypis. En ekkert dugði, ég var ákveðinn
í að fara og leita að lukku, sem ég hafði ekki haft von um að
finna í Ameríku. Árið 1888 flutti ég svo til Ameríku, þvert um
óskir vandamanna og fjölmargra vina. Bjóst ég við að finna
137