Strandapósturinn - 01.06.1986, Qupperneq 140
kærustuna strax í innflytjendahúsinu í Winnipeg og dvelja svo í
bænum fyrst um sinn. En reynslan varð önnur. Eftir 3 daga var
ég kominn suður í Bandaríki (Elallson, Dakota) að leita atvinnu,
sem þá var hvergi að fá. Eftir nokkra hríð fékk ég skeyti frá
Winnipeg um að Guðrún væri hættulega veik í sjúkrahúsinu þar,
og lagði ég á stað labbandi (þá frá Mountain) og gekk alla leið til
Emerson, sem er bær Kanadamegin við landamærin, og þótti
það nokkuð stífur gangur þá, uppihaldslaus.
Eftir fáa daga fékk ég lofun á vinnu við húsasmíði vestur í
Swift Current, þorpi yfir 500 mílur vestur frá Winnipeg og var
ég þar til næstu jóla. Allir smiðirnir voru Englendingar nema ég
og annar Islendingur, Arni Long að nafni, kátur maður og nýtur
drengur. A aðfangadag jóla komum við til Winnipeg aftur fé-
lausir því að kaup var þá greitt venjulega þegar verkgefanda
sýndist eða ekki sýndist. Þá voru engin lög er vernduðu rétt
vinnulýðsins. Sama veturinn, þann 16. janúar gekk ég að eiga
kærustuna og bjuggum við í húsi með Kristni skáldi Stefánssyni
og konu hans Guðrúnu, er lengi voru okkur velviljuð. Atvinnu-
laust var í bænum og helzt alls staðar í nánd um þessi árin. Um
miðjan ágúst 1889 fór ég í vinnuleit suður til bænda í Dakota.
Var ég um hríð og tveir landar aðrir hjá enskum einsetumanni,
sem var talsvert skrælingjalegur í háttum, í matarhæfi, vínnautn
o.fl. Skyldi hann borga okkur eftir þreskingu um haustið, en frá
honum fórum við svo í vinnu til ensks þreskjara. Síðar gerði
gamli húsbóndi okkar orð að koma til þorpsins Glasston og
sækja kaup okkar, sem allir töldu okkur tapað. Slepptum við
vinnu þann dag og komum jafn snemma gamla húsbóndanum
(sem við kölluðum Bill) í bæinn. Var hann hinn kátasti og hupp-
legasti í viðmóti. Hann hafði komið ríðandi og batt hest sinn við
telegraphstaur. Bað hann okkur að bíða rólega, unz hann hefði
haft tal af kornhlöðuráðsmanni og fengið peninga fyrir hveiti
sitt. Vorum við á meðan, eins og eggjakerlingin í sögunni, að
reikna út hvað við myndum græða á öllu því er þeir peningar
gætu borgað, er við fengjum hjá Billa. Eftir nokkra bið kemur
eimlestin þjótandi að vestan og um leið og hún brunar fram hjá
138