Strandapósturinn - 01.06.1986, Side 141
kornhlöðunni og okkur steig Billi upp í hana og höfum við eigi
séð hans blíða auglit síðan. Hesturinn stóð við tréð, þegar við
sáum hann síðast, því hann hafði verið annars manns eign. Sá er
stóð í þreskingunni sveik okkur líka að nokkru, svo að kaupfeng-
ur okkar nægði naumast fyrir farbréf til Winnipeg og kom ég
þangað slyppur aftur. Var það engin nýlunda á þeirri tíð þótt
menn væru sviknir, er unnu hjá enskum í Dakota en þeir lofuðu
ætíð hærra kaupi en Islendingar. Næsta vetur leigði ég mjólkurbú
(fyrir þekkingarleysi mitt á högum ýmsum í bænum) og var þá
svo heppinn að komast um seinan að raun um að heyskortur
mikill var í grenndinni og fóðurbætis sömuleiðis. Varð mér því
starflnn dýrari en svo að arðurinn gæti mætt.
Einu sinni fór ég út á járnbraut í vinnu og milli 10 og 20
landar aðrir, þar á meðal Halldór bóksali Bardal, Gestur
Jóhannsson úr Miðfirðinum, Glímu-Páll o.fl. kátir og merkir
menn — yfir höfuð úrvalalið íslenzkt. Gott áttum við þar í mat
en engu öðru sem verkstjórinn (írskur) gat að gjört. Lítið kunni
ég í ensku þá, en varð þó að halda uppi svörum fyrir mína menn
eftir megni. Eftir stuttan tíma er ég og 7 aðrir reknir. Þetta mun
hafa verið um 60 — 80 mílur frá Winnipeg. Skyldum við ganga
alla leið og var okkur bannað að stíga á flutningseimlestina, sem
fór laus til næsta bæjar (Morris). Sagði ég félögum mínum að við
skyldum setjat upp í vatnsvagninn, sem var aftastur og verja sæti
okkar. Og eftir mörg ill orð og stór urðu enskir að láta svo búið
vera.
I stórrigningu og norðan kuldastormi sátum við þarna og
komum til Morris kl. 12 um kvöldið í niðamyrkri, ókunnir og fé-
lausir með rúmfataklyfjar okkar. Sáum við þann kost einan að
halda áfram með pjönkur okkar. Loks settumst við að undir brú
á ræsi nokkru, bjuggum um okkur sem við gátum og sváfum til
morguns. En regnið lak um brúarskýlið og eldingarnar fóru
ferða sinna inn og út um hreysi okkar og slembilukka að þær
ekki drápu okkur um leið. Næsti morgunn var skafheiður, blæja-
logn og voða hiti. Lögðum við nú af stað með byrðar okkar en
urðum fljótt lúnir og þreyttir. Komum við víða heint á ensk
139