Strandapósturinn - 01.06.1986, Side 143
kaffidrykkju (líklega 1886). Síðan hefi ég skrifað meira og minna
á hverju ári og ævinlega ritað mitt fulla nafn undir eða oftast
yfir, nema sögukorn lítið, sem ég skrifaði fyrsta veturinn eftir að
ég kom til Winnipeg í Heimskringlu. Um það gat Kuchler í riti
sínu. Ég hefi skrifað mest í Heimskringlu en talsvert líka í Lög-
berg, einkum meðan Einar Hjörleifsson og Jón Ólafsson voru við
það. Aðallega hefi ég skrifað um fræðandi efni, skáldskap, gagn-
rýni (critic), búnaðarmál, bindindi, dulfræði og söng. A talsvert af
handritum, t.d. um „dáleiðslu“ og „galdra". „Hvaðan komum vér
og hvert förum vér?“ „Indíánar í Ameríku" (nokkuð langt mál),
smásögukorn af ýmsu tagi o.fl.
í pólitík aðhyllist ég jafnaðarmennsku, álít alla kúgun ranga,
réttvísi og mannúð hið eina rétta. Ég er ákveðinn óvinur vín-
fanga og tóbaks, hefi neitað að nota vín til heilsubótar að læknis-
ráði. Álít ekki að það sé í öllum greinum full sönnun fyrir rétt-
mæti skoðana þótt ég sjálfur aðhyllist þær og enga sönnun þess,
að allt sem ég ekki skil sé ómögulegt. Manngreinarálit eftir stöðu
manna rangt: Staðan á ekki að gera manninn heiðarlegan heldur
maðurinn stöðuna. I trúmálum hallast ég að nýrri stefnunni. Álít
trúmála-áreitni óþarfa og óholla, en að hvejrum beri að verja
áreitta trú sína. Álít að allir hafi jafnan rétt til skoðana og eigi
ekki að halda fram neinu sem kemur í bága við þær, fyrir laun af
neinu tagi. Ég fordæmi hræsni, undirferli og smjaðurshátt. Held
skoðun minni hver sem andmælir, unz hún er hrakin eða ég skil
hana öðruvísi og betur, eins og enski málshátturinn segir: Wise
man is apt to change his mind if he grows wiser (Vitur maður er
líklegur til að breyta skoðun sinni ef hann verður vitrari).
Skoðun mín er aldrei föl fyrir endurgjald. Ég hefi ævinlega
verið ópraktískur, halla mér ætíð að almúgafólkinu fremur en
stórbokkum. Hefi kynnzt ágætismönnum af lærða flokknum og
ætíð reynzt þeir alúðlegastir og mest blátt áfram, sem hafa verið
mestu mennirnir. Fjárhagslega hefi ég oftast verið sjálfbjarga og
skil ég oft ekki hvernig slíkt hefur getað verið, þar sem ég hefi
lengst af átt við mikið heilsuleysi á mér og mínum að stríða og
ýms óhöpp, er ég hefi ekki getað að gjört. í öllum trésmíðaverk-
141