Strandapósturinn - 01.06.1986, Side 144
föllum, sem fyrir komu í Winnipeg, tók ég fullan þátt á meðan
ég dvaldi þar og stundum litla eða enga vinnu búinn að hafa,
þegar þau féllu á, sem er býsna erfitt fyrir þölskyldumann.
í Winnipeg vann ég lengstaf við smíðar og síðast við húsbygg-
ingar upp á akkorð, sem vanalega þýðir það, að leggja allt til
sjálfur og skaffa húsið fullbúið. Hingað vestur flutti ég fyrir lið-
ugum 8 árum og tók heimilisrétt á mjög erfiðu og óþægilegu
landi, sem þá var hið eina fáanlegt hér í grennd. Síðan hefi ég
keypt annað land rétt hjá, sem einnig er næsta erfitt.
Ég les allt er ég get í náð um búnað og er lífstíðar meðlimur í
Búnaðarfélagi íslands og Ræktunarfélagi Norðurlands. Ég fæst
talsvert við kynbætur nautgripa og hefi nú orðið góða stutthyrn-
inga og ágætt fuglakyn, t.d. hænsni (hvíta Wiandottur),hvítar
andir og Bronz kalkúna (sem verða allt að 40 ensk pund haninn).
Garðyrkju- og hafrarækt hefur mér heppnast ágætlega og þegar
við erum orðnir ungir í annað sinn, sendi ég Finni á Kjörseyri til
reynslu kartöflur, sem ég hefi sjálfur framleitt. Ég er of hneigður
til að gera ýmsar tilraunir í garðrækt og akuryrkju, sem ekki
borga sig nema stundum en kostar ærna peninga og tíma og
stundum háð eða kímni annarra.
Stærsta yfirsjón mín í lífinu álít ég að sé ferðin vestur um haf.
Býst við að ég hefði orðið að meiri notum á íslandi. Líklega lært
eitthvað, sem mig langaði til og var nýtilegt, t.d. læknisfræði eða
heimspeki, sem mér þykir mjög skemmtilegt að lesa um.
Ég les aldrei nema yfir máltíðum og í rúmi mínu á kvöldin. Ég
krefst þess að vera álitinn iðjumaður, og nota allan tíma sem
ég hefi til einhvers. Ég er óhneigður fyrir skemmtanir og leiki,
en þykir vænt um allar listir og þekkingu, þótt ekki hafi mér
auðnazt að læra neitt þess konar.
Ég á gott bókasafn, eftir því sem búizt er við meðal bænda, því
að yfirleitt eru bækur ekki sjáanlegar á bóndabæjum. Aðallega
eru það fræðibækur af ýmsum tegundum. Ég hefi lesið talsvert af
sálarfræði-, dulfræði-, efna- og náttúrufræðiritum, auk hversdags-
rita um búnað, byggingarlist o.fl. Hefði óefað verið farsælla og
hyggilegra að lesa færra og vita betur um eitthvað visst.
142