Strandapósturinn - 01.06.1986, Side 145
Heima á íslandi var ég morgunsvæfur og gat farið á fætur og
út á hvaða tíma nætur sem var. Undireins og ég kom til Winni-
peg varð ég kvöldsvæfur og gat ekki sofið eftir kl. hálf fjögur og
tek alltaf nærri mér að fara upp úr rúmi á nóttu og hefi átt erfitt
með að vaka heila nótt yfir sjúkum. Hefi kvalizt mjög af svefn-
leysi þangað til nú síðustu 3 árin. Skömmu eftir að ég kom vest-
ur um haf fór ég að verða gráhærður, svo að nú er ég lítið
grárri. Eftir nokkur ár fór ég að verða sköllóttur, þó ekki mikið,
en þá fóru aðallega hvítu hárin. Nú er ég að byrja að hærast
aftur lítið eitt.
Að geðslagi hefi ég alla tíð verið mjög viðkvæmur og af engu í
fari mínu haft verra. Ég hygg af eigin reynd að það sé einhver
versti eiginleiki. Það gerir lífið þollaust og erfitt og vanalega
meira níðzt á þeim eiginleik af umheiminum en nokkrum
öðrum.
Gleðimaður (kátur) býst ég við að vera álitinn og er það að
ýmsu leyti. En alvarleg mál álít ég meira virði og þýðingarmeiri.
Barnalán hefi ég haft í bezta lagi til þessa. Þau eru öll heldur
vel gefin, eftirlát og siðprúð. Dætur mínar, sem eftir urðu í
Winnipeg skrifa mér að heita má án undantekninga, báðar í
hverri viku, og mun það vera dæmafátt í þessu landi, því að ekki
finnst mér barnaræktin eins algeng hér og var í sveit á Islandi.
Iðuglega senda dætur mínar og tengdasonur mér bækur og rit
að lesa, sem þau vita að eru við minn smekk.
Ég má geta þess, að reikningslist er ekki til í mínum heila.
Guðni bróðir minn kenndi mér býsna háan reikning, svo háan
að minnsta kosti, að ég lærði hann skilningslaust og hefi heldur
ekki haft hans mikil not í lífinu. Fátt geðjast mér betur til lesturs
en góð Critic. Var mér það happ fremur fiestu öðru. Ég býst við
að ég hefði annars orðið eitt af leirskáldunum, sem svo margir
hafa gengið í lið með, og sem ég hefði sízt viljað vera þekktur
að.
Aldrei hefi ég haft tíma til að tvískrifa neitt, er ég hefi prenta
látið. Finnst ég hefði getað vanizt á að hugsa rakleitt og fljótara
en ég gat skrifað, en „verkið á því er nú líka eftir því“, sagði
karlinn.
143