Strandapósturinn - 01.06.1986, Blaðsíða 155
lítið. Við, sem vorum fyrir innan fermingu, fengum 5—7 aura á
tímann, en unglingar fengu þá 15 aura. Kaupið var ekki aðal-
atriði, heldur það að fá að vinna og njóta þeirrar ánægju, sem
henni var samfara.
Um þær mundir voru hákarlaveiðar líka mikið stundaðar í
Árneshreppi, einkum á Gjögri, þar sem var landsþekkt veiðistöð,
en einnig á Finnbogastöðum og í Ofeigsfirði. Og þar kom, að
farið var að taka á móti hákarlslifur á Norðurfirði og bræða
hana, enda mun þá hafa verið hátt verð á lýsinu. Guðmundur
Pétursson gerði Ofeig sinn út þaðan árið 1910 og reri þá faðir
minn, Valgeir Jónsson með honum, en áður hafði hann stundað
lengi hákarlaveiðar með Finnbogastaðamönnum, fyrst Guð-
mundi Guðmundssyni og síðar með Finnboga bróður hans. Oft
komust menn í hann krappann í þessum veiðiferðum, þar sem
legið var svo dægrum skipti úti á rúmsjó meðan enn var
skammdegi og allra veðra von. Minnist ég þess, að faðir minn
sagði frá einum slíkum hákarlaróðri, sem hann fór með Guð-
mundi Péturssyni á Ofeigi fyrrnefnt ár, 1910.
Það gerðist á góunni, að þeir sigla ofan sem kallað var, er siglt
var út á miðin. Norður af Munaðarnesi leggjast þeir við stjóra og
liggja þar á þriðja sólarhring í tregum hákarli. Þá tekur veður að
versna, en þeir halda veiðunum áfram enn um stund uns ekki er
lengur vært á miðunum. Um það leyti sem þeir byrja að sigla
upp, er komin bálhvöss norðanátt og þungur sjór. Skömmu
seinna skellur á þá hríðarbylur með miklu frosti. Gamli maður-
inn felur þá Pétri syni sínum stjórnina, því að hann treystir sér
ekki til að stýra sjálfur. Ekkert hik er á Pétri þegar hann sest við
stýrið, þótt hann sé aðeins tvítugur að aldri og beri í einni svipan
ábyrgð á teinæringi og lífi heillar skipshafnar. Gengur siglingin
vel þar til þeir koma uppundir Krossnesbalann, þá er vindur orð-
inn svo norðanstæður að þeir komast ekki inn á Norðurfjörðinn.
Leggjast þeir þá út af svonefndri Garðsendavík og þar verða þeir
að liggja alla nóttina í hríðarbyl og stórsjó. Það er svo mikill
áburður á skipið að það sílar allt, bæði utan og innan. Nætur-
langt berst áhöfnin við að halda skipinu á floti með því að
höggva klaka og dæla sjó. Þetta er mikil þrekraun mönnum, sem
153