Strandapósturinn - 01.06.1986, Side 156
ekki hafa notið hvíldar í þrjá sólarhringa. Þarna eru 11 menn
um borð og hvergi afdrep. Þótt í Ófeigi sé útbúnaður til hitunar
kemur hann ekki að neinu gagni í slíkum veðurham.
Gamli formaðurinn tekur brátt það ráð að binda lifrarpoka á
línuna til þess að verja skipið sjóum.Þ Allt er undir því komið að
línan haldi. Ef hún bilar þá er öllu lokið því að þarna eru brim-
skaflar mörg hundruð metra út frá ströndinni. Enn bætist það við
erfiðleika þeirra, að einn skipverjinn veikist. Það var Guðjón frá
Seljanesi föðurbróðir minn. Fátt eitt er hægt að gera honum til
hjálpar nema búa um hann í prusseringu1 2* til að verja hann fyrir
kulda og vosbúð. Guðmundur Pétursson var vanur að hafa með
sér lögg af sterku víni í lengri sjóferðir. Nær hann nú í kútinn og
lætur sjúklinginn dreypa á innihaldinu öðru hverju. (Það er í eina
skiptið, sem ég heyrði föður minn halda því fram, að áfengi
hefði bjargað mannslífi.) Loksins tekur þessi langa nótt enda.
Um morguninn gengur veðrið niður og ná þeir þá til Norður-
fjarðar.
Var sjómönnunum vel fagnað sem heimtir væru úr helju, því
að slíkur var veðurofsinn síðasta sólarhringinn að þeir voru tald-
ir af.
Faðir minn var einu sinni spurður að því í hófi, hver hefði ver-
ið versta nóttin hjá honum meðan hann stundaði sjó á þessum
opnu skipum. Hann var fljótur til svars: „Það var þegar við lág-
um undir Krossnesbalanum á Ófeigi."
Ég minnist þess líka, að faðir minn sagði, að sér hefði brugðið
við að fara af Finnbogastaðaskipinu yfir á Ófeig. Hann lá undir
ágjöf ef eitthvað var að veðri, en hitt skipið varði sig svo vel að
sjaldan kom dropi innfyrir borðstokkinn.
Valgeir Jónsson, faðir minn, sagði mér frá öðru atviki, er lýsir
vel dirfsku og kappi Guðmundar Péturssonar í Ófeigsfirði. Það
gerðist löngu fyrr eða árið 1886 þegar Guðmundur var á léttasta
skeiði ævinnar og þó áratugur liðinn frá því að hann lét smíða
hákarlaskip sitt, Ófeig, sem var eitt stærsta áraskipið þar um slóð-
1) Málvenja þar um slóðir að nefna stjóra línu.
2) Segldúkur.
154