Strandapósturinn - 01.06.1986, Side 157
ir. Þá gerðist það fyrrnefnt ár, sem reyndar ekki var fátítt, að haf-
ís rekur inn og fyllir alla firði á Ströndum fyrir norðan Munaðar-
nes, en lengra náði hann ekki, þannig að innflóinn var íslaus.
Gátu því frændur Guðmundar róið fyrir hákarl frá Finnbogastöð-
um þótt ekki yrði komist á sjó frá Ofeigsfirði. Þykir honum súrt í
broti að vera þarna innibrenndur og missa af dýrmætum afla.
Isinn þéttist brátt við landið og náði ísbreiðan langleiðina út fyrir
Munaðarnes.
Þegar Guðmundur sá, að ísjakarnir voru orðnir samfrosta tók
hann djarfa ákvörðun. Hann safnar saman mannskap og setur
Ofeig með öllum farviði yfir ísbreiðuna út Óíeigsíjörð, framhjá
Seljanesi, fyrir minni Ingólfsfjarðar og langleiðina útfyrir Munað-
arnes þar sem ísinn loks þraut og hafið tók við. Líklegt er að um-
rædd vegalengd hafi ekki verið skemmri en 4 —5 km. Þetta þótti
því hið mesta afrek á Ströndum enda var það lengi í minnum
haft.
Gaman og alvara
Það var um vorið 1916 að saltið gekk til þurrðar í Kaupfélag-
inu á Norðurfirði, hins vegar átti verslunin nægar birgðir af
þeirri vöru úti á Gjögri. Um þær mundir átti Kaupfélagið vélbát-
inn Ingólf Arnarson, senr var 8 smálestir og með 12 hestafla
Alfavél. Formaður á bátnum var Magnús Hannibalsson. Þá stóð
þannig á, að hákarlaskipið Ófeigur lá einnig á legunni á Norður-
firði. Guðmundur Pétursson ákveður nú að senda Ingólf með
Ófeig í slefi út að Gjögri eftir saltinu og leitar hann eftir mann-
skap í þessu skyni. Þá eru þrír strákar þarna í firðinum, Jón bróð-
ir, Magnús Friðriksson og Gísli Guðlaugsson, allt tápmiklir piltar
á tvítugsaldri. Þeir gefa allir kost á sér til ferðarinnar ásamt Finn-
boga Jónssyni, sem var nokkru eldri. En kaupið þótti þeim alltof
lágt og vildu fá það hækkað úr 25 aurum upp í 45 aura á tímann
til samræmis við hækkandi verðlag stríðsáranna. Ekki vildi Guð-
mundur samþykkja slíka hækkun. Þá gera þeir „stræk“ og búast
til heimferðar. Þau viðbrögð urðu til þess, að fallist var á kaup-
hækkunina. Ekki létu þó piltarnir sér það nægja, heldur settu þeir
155