Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 13
Langadal og þaðan upp á Valahnjúk og yfir í Húsadal. Af Vala-
hnjúk gat göngufólk virt fyrir sér fjallasýnina, Eyjafjallajökul,
Tindafjallajökul, Mýrdalsjökul, Einhyrning o.fl. nafnþekkta
staði. Frá Húsadal var gengið yfir í Langadal aftur og þar beið
rútan og flutti fólkið inn í Bása. Þar var stoppað og skoðað sig um í
tvo tíma og síðan var haldið heim í tjaldbúðir í Slyppugili þar sem
grillaður var kvöldverður á stóru grilli. Síðan var farið í leiki og
sungið og spilað fram eftir kvöldi og kveiktur eldur á Eyrunum.
Sunnudagsmorgunninn heilsaði með logni og sólskini. Um kl.
14 var lagt af stað heim yfir Krossá að Stakkholtsgjá og gengið inn í
botn á henni og er hún mikil náttúrusmíð, löng og með snarbrött-
um og háum veggjum, með háum fossi innst í botni gilsins. 1
bakaleiðinni var Fljótshlíðin á hægri hönd en þaðan var Þorsteinn
Erlingsson, og má segja að hann hafi „komið Þórsmörk á kortið"
með Sólskríkjuljóði sínu. Fleiri hafa þó ort um Þórsmörk, bæði
Jónas Hallgrímsson: Gunnarshólmi og Sigurður Þórarinsson:
Þórsmerkurljóð.
Komið var til Reykjavíkur um kl. 21.00. Þátttakendur í þessari
skemmtilegu Þórsmerkurferð voru um hundrað manns.
Tvær skemmtanir voru um haustið, sú fyrri þann 15. október
með bingói og dansi, en hin síðari þann 26. nóvember með félags-
vist og dansi. Voru þessar skemmtanir nokkuð vel sóttar.
Kökubasar var haldinn þann 3. desember. Starfsemi kórsins var
blómleg árið 1988. Fyrir utan það að syngja á kaffidegi félagsins
og á tónleikum í Breiðholtskirkju var farið í söngferð á Vestfirði.
Lagt var af stað frá Reykjavík, fimmtudagskvöldið 14. júlí og gist á
Bæ í Króksfirði og daginn eftir keyrt vestur á Isafjörð og haldnir
tónleikar í samkomusal barnaskólans þar um kvöldið. A eftir var
kórfélögum og ferðafélögum þeirra boðið til Bolungarvíkur,
heim til formanns Átthagafélagsins vestra, Arndísar Hjartardótt-
ur. Þar voru margir saman komnir úr félaginu og buðu upp á
hinar veglegustu kaffiveitingar.
Daginn eftir var ekið til Hólmavíkur og tónleikar haldnir í
kirkjunni kl. 5 síðdegis. Stjórnandi kórsins var Erla Þórólfsdóttir
og undirleikari Ulrik Ólason.
Á sunnudaginn 17. júlí var síðan lagt af stað suður, en komið við
11