Strandapósturinn - 01.06.1988, Blaðsíða 16
Síðustu viku mánaðarins var mjög kalt og miklar rigningar. Ágúst
var einnig fremur kaldur og vætusamur, en haustið einstaklega
gott. Fyrsta næturfrost sumarsins kom um miðjan september, og
snjó festi varla ájörð fram að jólum svo heitið gæti.
Rétt er að geta þess, að það sem hér er sagt um árferði í
Strandasýslu 1988 á einkum við um miðbik sýslunnar. Tíðarfar
var að jafnaði óhagstæðara norðar í sýslunni.
Landbúnaður. Sauðburður gekk vel vorið 1988. Frjósemi var
svipuð og undanfarin ár og heilsufar fénaðar gott. Eins og fyrr
segir var maímánuður fremur kaldur og talsverður klaki í jörðu
eftir snjóléttan vetur. Gróður var því víða í minna lagi þegar
lambám var sleppt á úthaga, og ekki bættu stórviðri júnímánaðar
úr skák. Má ætla, að tíðarfar hafi seinkað þroska lamba, einkum
norðan til í sýslunni, og má sjá merki þess í lágum fallþunga í
haust.
Sláttur hófst viku af júlí í Hrútafirði, en seinna eftir því sem
norðar dró í sýslunni. Spretta var nrjög góð seinni part sumars, og
hefur heyfengur sjaldan eða aldrei verið meiri.
Að vanda var votheysverkun nær allsráðandi fyrir norðan
Stikuháls. Svo virðist sem ný aðferð sé að ryðja sér til rúms við
verkunina, en það er notkun rúllubindivéla. Heyið er þá bundið í
stórar rúllur, sem síðan er pakkað í loftþéttar plastumbúðir. Hef-
ur þessi aðferð gefið góða raun.
Eins og fyrr segir var síðari hluti sumarins vætusamur, og er
hætt við að það hafi spillt gæðum votheysins hjá sumum bændum.
Á undanförnum árum hafa verið byggðar all margar flatgryfj-
ur á Ströndum. Þrátt fyrir að þessar heygeymslur séu rúmgóðar,
þurftu nokkrir bændur að grípa til þess ráðs að grafa vothey sitt í
jörð þegar gryfjur voru orðnar fullar. Þessi geymsluaðferð getur
gefið góðan árangur ef vel er um hnúta búið. Gröfln er þá yfirleitt
klædd með plasti, og þannig reynt að koma í veg fyrir að loft og
vatn komist í heyið.
Að vanda hófst sauðfjárslátrun í öllum sláturhúsum sýslunnar
um miðjan september. Eftirfarandi tafla sýnir fjölda sláturfjár,
meðalfallþunga dilka og flokkun falla í úrvalsflokk og „fitu-
flokka“ í einstökum sláturhúsum.
14