Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 17
Tafla 1.
Fjöldi sláturfjár, meðalfallþungi dilka og flokkun falla í úrvalsflokk og „fituflokka"
í Strandasýslu 1988.
gæðamat (% kjöts)
Sláturhús fjöldi meðalþ. (kg). Úrv. DIB DIC
Borðeyri 16.130 15,10 5,3 9,7 1,3
Óspakseyri 6.788 14,61 12,0 2,2 0,3
Hólmavík 17.079 15,70 15,4 7,7 0,8
Norðurfj. 3.781 14,10 5,8 3,4 0,6
SAMTALS 43.778 15,18 10,3 7,3 0,9
í haust var slátrað svipað mörgu fé og haustið 1987. Þó var þetta
mjög misjafnt eftir sláturhúsum. Þannig fjölgaði sláturfé töluvert
á Borðeyri og á Óspakseyri, en fækkaði að sama skapi á Hólmavík
og Norðurfirði. Fækkunin í Norðurfirði stafar einkum af sölu
líflamba, en í haust voru seld um 300 lömb þaðan til landsvæða
sem hafa verið Qárlaus undanfarin ár vegna riðuniðurskurðar.
Fjárstofninn í Arneshreppi hefur verið alveg laus við sauðijár-
sjúkdóma, og því er sóst eftir líflömbum þaðan til að endurreisa
sauðfjárrækt á riðusvæðum.
Fallþungi dilka var mun lakari í haust en í fyrra, einkum norðan
til í sýslunni. Má ætla að óhagstætt tíðarfar í maí og júní hafi ráðið
þar mestu um. Mestur munur frá fyrra ári var í sláturhúsi Kaup-
félags Strandamanna á Norðurfirði, en þar var meðalfallþungi nú
um 1,9 kg. minni en í fyrra. Meðalfallþungi dilka í öllum slátur-
húsum sýslunnar var nú um 900 g. minni en haustið 1987.
Reglum um kjötmat var breytt fyrir sláturtíð í haust og því er
erfitt að bera tölur um gæðamat falla saman við fyrri ár. Þó er
greinilegt að færri dilkaskrokkar voru verðfelldir vegna fitu nú en
í fyrra, og má eflaust rekja það til minni vænleika.
I sláturtíðinni í haust var töluvert rætt um smithættu sem kann
að fylgja flutningi sláturfjár yfir varnarlínur sauðfjárveikivarna.
Nýlega hafa komið upp riðutilfelli í sauðfé í Isafjarðardjúpi vest-
an ísafjarðar og í Dalasýslu. Hefur þetta vakið menn til umhugs-
unar um það hvort óhætt sé að leyfa slátrun fjár úr þessum
varnarhólfum í sláturhúsunum á Óspakseyri og Hólmavík.
15