Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 18
Refarækt í Strandasýslu er nú um það bil að leggjast niður eftir
mikla rekstrarerfiðleika síðustu tvö ár. Þegar hefur öllum dýrum
verið slátrað á þremur blárefabúum í Bjarnarfirði og í Víkur-
búinu við Hólmavík. Þá er aðeins eftir refabúið í Fjarðarhorni í
Hrútafírði, en þar er minkarækt stunduð jafnframt. Einnig er
nýlegt minkabú á Kolbeinsá í Hrútafirði. Afkoma minkabúanna í
landinu hefur verið stopul, en þó mun skárri en á refabúum. Verð
á refaskinnum á mörkuðum erlendis hefur fallið svo mjög, að það
dugar varla fyrir helmingi af rekstrarkostnaði búanna. Með
skuldbreytingum og fleiri aðgerðum hafa stjórnvöld reynt að
draga úr vanda búanna, en það hefur aðeins reynst gálgafrestur.
A síðasta vetri var í fyrsta sinn gerð tilraun til að sæða blárefa-
læður Strandamanna með sæði úr silfurref. Þannig fengust svo-
kallaðir „Blue Frost“-blendingar (bláhrímnir), en þótt skinnin af
þeim séu falleg, er útilokað að þau dugi nokkrum til bjargar.
Fyrstu skinnin af framleiðslu ársins verða seld á uppboðum fljót-
lega eftir áramót.
Fyrir nokkrum árum var refarækt eitt þeirra lausnarorða, sem
glumdi í eyrum bænda sem stunduðu „hefðbundinn" búskap. Nú
er draumurinn hins vegar búinn, en eftir standa atvinnulausir
rnenn og verðlausar byggingar.
Utgerð og fiskvinnsla. Arið 1988 var ár mikilla erfiðleika í sjávar-
útvegi Islendinga. Kom þar margt til, einkum verðlækkun á
mörkuðum erlendis, hátt gengi krónunnar og hækkun á kostnaði
innanlands, (ekki síst fjármagnskostnaði). Að sjálfsögðu fóru
Strandamenn ekki varhluta af þessari þróun. Þar við bættist lítil
veiði og lélegar gæftir fyrstu 4 mánuði ársins.
Grásleppuveiði á Ströndum brást algörlega vorið 1988, og veið-
ar á hörpudiski lágu niðri vegna sölutregðu og verðfalls.
A síðasta vetri sáust merki þess að rækjustofninn í Húnaflóa
væri að rétta við eftir mikla lægð veturinn 1986/87. Leyfð var veiði
á ca. 1000 tonnum í flóanum, og sem fyrr kom helmingur þess
magrxs í hlut Hólmvíkinga og Drangsnesinga.
Á árinu 1988 var í fyrsta sinn settur kvóti á úthafsrækjuveiðar.
Var þá þegar sýnt, að minna kæmi í hlut Strandamanna en áður.
16