Strandapósturinn - 01.06.1988, Blaðsíða 22
uppi öflugri starfsemi á árinu. Sunnlendingurinn Steindór Gunn-
arsson íþróttakennari var ráðinn framkvæmdastjóri, og starfaði
hann í ca. 3 mánuði yfir sumarið.
Haldin voru héraðsmót í badminton, borðtennis, skíðaíþrótt-
um, sundi og frjálsum íþróttum, að ógleymdri bikarkeppni HSS í
knattspyrnu. Þá stóð sambandið að sumarbúðum á Reykjaskóla
eins og undanfarin ár, og veitti sr. Baldur Rafn Sigurðsson þeim
forstöðu að þessu sinni. Loks veitti HSS viðurkenningar fyrir
góða umgengni í sýslunni. Kirkjuból í Kirkjubólshreppi hlaut
viðurkenningu sem snyrtilegasta sveitabýlið, og lóð Guðrúnar
Guðmundsdóttur og Guðmundar R. Jóhannssonar að Austurtúni
2 á Hólmavík var útnefnd fegursta þéttbýlislóð sýslunnar í annað
sinn.
Frjálsíþróttafólk HSS tók sem fyrr þátt í nokkrum mótum utan
héraðs. Þar ber líklega hæst keppnisferð 26 krakka 14 ára og yngri
á Vestfjarðamót á Bíldudal 13. ágúst. Þar var keppt við lið jafn-
aldra úr Héraðssambandinu Hrafnaflóka (HHF), og fóru heima-
menn með sigur af hólmi með 404 stigum gegn 368 stigum
Strandamanna. Mesta athygli Strandamanna vakti Guðjón Daða-
son frá Hólmavík, en hann vann allar greinar í flokki 10 ára og
yngri og setti 2 Strandamet. Einnig sendu Strandamenn 24 börn
til Húsavíkur á íslandsmeistaramót 14 ára og yngri og 6 unglinga á
íslandsmeistaramót 15—18 ára í Reykjavík. Þá tóku Strandamenn
þátt í bikarkeppni FRÍ í Vík í Mýrdal og „Fimmunni", sem nú var
haldin á Hvammstanga.
A árinu voru sett 3 Strandamet í frjálsum íþróttum fullorðinna.
Svanborg Guðbjörnsdóttir á Broddanesi setti 2 þeirra, varpaði
kúlu 10,48 m. og spjóti 36,58 m. Þá bætti Magnús Karl Daníelsson
Strandainetið í spjótkasti með „nýja spjótinu", kastaði 46,00 m.
Loks jafnaði Benedikt H. Sigurðsson á Kirkjubóli Strandametið í
hástökki, 1,80 m. Bjarni Þ. Sigurðsson í Stóra-Fjarðarhorni var
valinn frjálsíþróttamaður ársins hjá HSS fjórða árið í röð, en hann
vann tvo Islandsmeistaratitla í sínum aldursflokki á árinu.
Knattspyrnulið Umf. Geisla á Hólmavík tók sem fyrr þátt í
Vestfjarðariðli 4. deildar Islandsmótsins í knattspyrnu. Liðið varð
í 3. sæti í riðlinum með 7 stig úr 6 leikjum, vann 2 leiki, gerði 1
20