Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 23
jafntefli og tapaði þrisvar. Liðið skoraði 11 mörk, en fékk á sig 19.
Þjálfari liðsins var Atli Þorvaldsson. I lok knattspyrnuvertíðarinn-
ar var Guðmundur Viktor Gústafsson á Hólmavík kjörinn knatt-
spyrnumaður ársins.
43. ársþing Héraðssambands Strandamanna var haldið í
Broddanesskóla í september. Rögnvaldur Gíslason gaf ekki kost á
sér til endurkjörs sem formaður sambandsins og var Jón Ólafsson
á Hólmavík kosinn í hans stað.
Vegagerð. Sumarið 1988 var lagt bundið slitlag á veginn yflr
Stikuháls frá Guðlaugsvík að Drangalæk fyrir ofan Þambárvelli.
Þaðan var síðan lagður nýr vegur að Þambá, og verður væntan-
lega lagt bundið slitlag á hann á næsta ári. Einnig var lagt slitlag á
veginn frá Krossárdal og út fyrir Bræðrabrekku í Bitru. Loks var
lagt bundið slitlag á vestanverðri Steingrímsfjarðarheiði, frá sælu-
húsi á háheiðinni og niður í Lágadal. Af öðrum vegaframkvæmd-
um sem varða Strandamenn sérstaklega, má nefna áframhald-
andi vinnu við veginn um Selströnd, en hins vegar var ekkert
unnið við veginn milli Óss og Hrófbergs, en þar hefur skapast
stórkostleg slysahætta með aukinni umferð.
Síðsumars urðu óheyrilegar vegaskemmdir víða á leiðinni úr
Bjarnarfirði að Gjögri, einkum við Ásmundarnes, á Veiðileysu-
hálsi og í Kjörvogshlíð. Einnig urðu talsverðar skemmdir á
mannvirkjurn á Eyri í Ingólfsfirði. Þessu ollu stórviðri með mikilli
úrkomu, fyrst í síðustu viku júlímánaðar og aftur seint í ágúst.
Engin slys urðu á mönnurn í þessum veðrum, en langferðabíll frá
Guðmundi Jónassyni hf. lokaðist inni í Kaldbaksvík.
Byggingar. í maí var opnað nýtt og glæsilegt verslunarhús Kaup-
félags Steingrímsfjarðar á Hólmavík, en þá höfðu framkvæmdir
við bygginguna aðeins staðið í um 10 mánuði. Með þessu nýja húsi
hefur orðið gjörbylting í verslunarháttum Hólmvíkinga, en gamla
verslunarhúsið, sem reist var árið 1932, var löngu orðið of lítið
fyrir starfsemina. Nýja húsið stendur yst í bænum, skammt frá
söluskála kaupfélagsins. Það er 672 m2 að flatarmáli og er kostn-
aður við bygginguna tæplega 30 milljónir króna. Verktaki við
bygginguna var Benedikt Grímsson á Hólmavík.
I sumar hófust framkvæmdir við viðbyggingu grunnskólans á
21