Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 24
Drangsnesi, og áfram var unnið við nýtt félagsheimili á Hólmavík.
Er stefnt að því að félagsheimilið verði fokhelt á næsta ári.
Nýr leikskóli var tekinn í notkun á Hólmavík í byrjun nóvem-
ber. Húsið er 115 m2 að flatarmáli og stendur við Brunngötu í
nágrenni gamla samkomuhússins. Byggingarkostnaður verður
væntanlega um 9 milljónir króna með lóð og öllum leiktækjum.
I haust hófst bygging 6 kaupleiguíbúða á Hólmavík, og eru
Hólmvíkingar rneðal þeirra fyrstu sem ráðast í byggingu slíkra
íbúða eftir að lög urn þær voru samþykkt á Alþingi sl. vor. Bene-
dikt Grímsson átti lægsta tilboðið í smíði íbúðanna, og mun hann
skila þeirn fullfrágengnum 15. apríl 1990. Ibúðirnar eru allar í
sama raðhúsinu, og er áætlaður byggingarkostnaður rúmar 36
milljónir króna.
Áfram var unnið við kirkjubyggingu í Arneshreppi, og er
þakgrind nú komin upp.
Miklar vatnsveituframkvæmdir voru á Ströndum á árinu. Á
Hólmavík var lögð ný vatnsveita, sem tekur vatn úr eyrum Ósár.
Lögnin sjálf er tæpir 3 krn að lengd, og er vatninu dælt frá
vatnsbólinu með tveimur öflugum rafmagnsdælum. Kostnaður
við þessa framkvæmd er orðinn um 8 milljónir króna, sem er vel
undir kostnaðaráætlun. Einnig hófust framkvæmdir við vatns-
veitu í Norðurfírði. Þar var steyptur 50 tonna miðlunartankur og
ekið möl í síu, sem á að hreinsa vatnið áður en það lendir í rörurn
vatnsveitunnar. Áfram verður unnið við veituna á næsta ári, og er
áætlaður heildarkostnaður um 2 milljónir króna.
Sveitarstjórnarmál. Þann 12. september var Héraðsnefnd
Strandasýslu stofnuð á Hólmavík, en samkvæmt nýlegum sveitar-
stjórnarlögum eiga héraðsnefndir að taka við hlutverkum sýslu-
nefnda urn næstu áramót (1. jan. 1989). Að nefndinni standa öll
sveitarfélög í Strandasýslu. Oddviti héraðsnefndarinnar er Brynj-
ólfur Sæmundsson á Hólmavík.
Síðasti fundur fráfarandi sýslunefndar var haldinn dagana 24.
og25. nóvember. Helsta breytingin við skiptin frá sýslunefndum í
héraðsnefndir er sú, að sveitarstjórnir kjósa h éraðsnefndarmenn
úr hópi kjörinna sveitarstjórnarmanna, en sýslunefndarmenn
hafa verið kosnir almennri kosningu samhliða sveitarstjórnar-
22