Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 29
þessu sambandi, enda eru ferðir þeirra á þessar slóðir svo hvers-
dagslegar, að óvíða mun þeirra finnast getið.
Nú vill svo til, að ýmsir rnenn, sumir útlendir, lögðu leið sína í
dalinn í háalvarlegum erindagjörðum, en voru þó fyrst og síðast
að hugsa um Bleikjuholtið. Sumir þeirra gátu þess í ritum sínum:
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson: „Langur hóll, sem Mókolls-
haugur heitir eftir fornmanni, sem þar á að vera grafinn í heiðn-
um sið.“ O. Olavius: „. . . eru allstórar hæðir eða hólar . . .“ N.
Mohr: „. . . eru hryggir og smáhólar hér ogþar á tvístringi, þeirra
á meðal eru fjórir út af fyrir sig, sem liggja í röð, samtals 160 álna
langri.“Jóhann Hjaltason (Árbók F.í. 1952): „Uppaf Hólunumer
Bleikjuholt nefnt. Þar er hinn nafnkunni postulínsleir, er ýmsir
jarðfræðingar hafa skoðað.“ Þorleifur Einarsson: (Jarðfræði
1960, bls. bls. 28): „Kaólín hefur fundist í litlu magni í Mókollsdal í
Strandasýslu." I sama riti, styttri og breyttri útgáfu 1973, segir bls.
22: „Vottur af kaólíni hefur fundist í Mókollsdal í Strandasýslu.“
Ekki lætur nú jarðfræðingurinn mikið yíir fyrirbærinu, og er
varla við öðru að búast, þar sem hann hefur auðvitað alla veröld-
ina í huga í laukréttri viðmiðun sinni. En ekki fer hjá því að
leikmanninum, sem les orð hans urn kaólínvottinn, detti einna
helst í hug svo sem 2—3 matskeiðar á borðshorni. Það er eins og
menn veigri sér við að lýsa Bleikjuholtinu beint, eða sjái ekki til
þess ástæðu, enda er það sem auganu rnætir svo sem ekki rnikil
dýrðarsýn. Sjálfum finnst mér holtið einna helst líkjast gríðar-
miklu skyrhlassi eða stórhveli og snúi upp kviðurinn.
Svo sem 200 metrum ofan við Bleikjuholtið, fast uppi undir
Haugbjörgum, hamrávegg, sem lokar dalbotninum á kafla, gnæf-
ir Mókollshaugur, kolmórauður og draugalegur, en býr jafn-
framt yfir heilmikilli tign.
Tvö ár eða svo liðu frá því að þessi sunnudagsferð var farin. Þá
var það dag einn seint á slætti, að neðan um Sandhrygg komu
menn ríðandi með marga reiðingshesta. Hópurinn fór fram
Þrúðardalseyrar, mundi líklega ætla Hamarssneiðinga — alfara-
leiðina yfir í Bitru. En lestin fór ekki upp Sneiðinga, heldur yfir
Þverá, hlykkjaðist fram Þorsteinsstaðahlíð og hvarf fram fyrir
Hnúka, fram á Mókollsdal.
27