Strandapósturinn - 01.06.1988, Qupperneq 31
gilið í um 200 metra fjarlægð frá steingervingalögunum. E.t.v.
hefur staðurinn ekki verið kunnur orðinn á þessum tíma.
Aftur á mód rifjar Þ. Th. upp prentaðar heimildir, sem láta
Bleikjuholtsins getið, þ.e. ferðabækur þeirra Eggerts og Bjarna,
Ó. Olaviusar og Nicolai Mohrs. Sjálfur bætir hann litlum fróðleik
við um Mókollsdalinn, lýsir þó veðrum ógurlegum, sem þarna rífi
upp stórar torfur og kasti hingað og þangað. Verður þá lítið úr
tíkargjólu þeirri, sem við félagar hrepptum á þessum slóðum og
áður er getið.
Nú skulum við blaða um stund í framangreindum ferðalýsing-
um og byrja á Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar
1752-1757. Þar segir:
„Bleikja, það er mjög fíngerð, fitukennd jarðtegund, sem hittist
upp til fjalla í Mókollsdal í Fellssókn í Strandasýslu. Langur hóll,
sem Mókollshaugur heitir, eftir fornmanni, sem þar á að vera
grafinn í heiðnum sið, er úr jarðtegund þessari. Tvö afbrigði eru
til af henni, annað hvítt og fíngert en hitt er bleikt eða gulleitt og
oft dálítið grófara. Fíngerða afbrigðið er límkenndara og seigara
en hitt og þolir allvel eld og ólgar ekki í saltpéturssýru. Það er
bragðlaust að mestu, en þurrt og barkandi. Bleika afbrigðið er
lítið eitt súrt. Margir nota það sem duft og plástra við sár og
meiðsli, og reynist það vel, og til þeirra hluta sækja menn bleikj-
una langt að.“
Hér þarf að staldra við, því að sá grunur fer að læðast að manni,
að þeir Eggert hafi ekki komið sjálfir að Bleikjuholdnu, þeir tala
nefnilega um Bleikjuholtið og Mókollshaug sem eitt og sama
tóbakið: „Langur hóll, sem Mókollshaugur heitir, er úr jarðteg-
und þessari", segja þeir, en það er aðeins Bleikjuholtið, sem er úr
„jarðtegund þessari,“ Mókollshaugur er aftur á móti klettahrygg-
ur mikill, skriðurunninn og er margfalt stærri en Bleikjuholtið og
milli þeirra er drjúgur spölur. Á þessu getur enginn villst, sem sér.
Líklega hafa þeir skrifað þetta eftir minni og ruglast í ríminu, því
að ýmsar lýsingar þeirra aðrar eiga ágætlega við. T.d. er lýsingin á
sjálfri Bleikjunni hin skilmerkilegasta, og mun vera hin fyrsta,
sem birtist á prenti. Þessi kynning þeirra á Bleikjunni tókst ekki
verr en svo, að brátt upphófst slíkur áhugi á henni með Dönum,
29