Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 34
Ólafur Olavius
Svo sem kunnugt er, var hagur íslendinga allbágur um þær
mundir, sem þeir Eggert og Bjarni ferðuðust um landið, og
skömmu síðar (1770) var Landsnefndin svokallaða stofnuð til að
kanna ástandið og gera tillögur til úrbóta. Einn af sendimönnum
nefndarinnar, Ólafur Olavius, fór þrjár ferðir um landið þessara
erinda. Síðustu ferðina og þá, sem hér kemur við sögu, fór hann
sumarið 1777 um norðanvert landið.
Olavius skyldi einkum kynna sér möguleika á eflingu byggðar
og atvinnuvega. Urn þessa leiðangra ritaði hann svo ferðalýsingu,
sem út kom fyrst á dönsku 1780 en á íslensku 1965. Formálann
ritaði Jón Eiríksson og getur þess, að Kammerið hafi engu síður
verið ánægt með árangur síðustu ferðarinnar en hinna fyrri.
„Einkum vakti fundur postulínsleirs og grafíts (Ól. fann grafítæð í
Siglufirði í sömu ferð — Innskot höf.) mikla athygli.“
Þessi setning lætur ekki mikið yfir sér. Af henni má þó ýmislegt
ráða. Menn taki t.d. eftir hinni nýju nafngift á bleikjunni, „postu-
línsleir," sem (ásamt grafítinu) vakti einkum mikla athygli, var
með öðrum orðum markverðasti árangurinn af leiðangri Olavius-
ar. I þessu „danska amti“ hafði nefnilega verið þefað uppi hentugt
hráefni fyrir hina konunglegu dönsku postulínsverksmiðju í
Kaupmannahöfn. Bleikjan, sem Kollfirðingar höfðu frá ómuna-
tíð borið í kaun sín, jarðtegundin fíngerða, sem Eggert kallaði svo,
var nú heldur betur að skipta um hlutverk.
Olavius gerði sér ferð fram á Mókollsdal og skoðaði Bleikjuholt-
ið. A leiðinni hefur hann haft augun hjá sér og segir frá ýmsu úr
þessari ferð. Við Þrúðardalsá fann hann glerhalla og rauðan
jaspis, og hann getur þess — þó ekki fyrstur manna, „að Þrúðar-
dalsá ber fram surtarbrand, þótt ókunnugt sé hvar lag það er, sem
hann brotnar úr.“ Nú vita rnenn, að surtarbrandslagið er efst í
Hrútgili og er eitt af hinum merkari hér á landi vegna steingerv-
inga, sem þar finnast.
Olavius víkur að þjóðsögunni um Mókoll: „Innst inni í Mókolls-
dal er brattur hóll, mikill að ummáli, og fullyrða menn, að þar hafi
32