Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 35
einn af landnámsmönnum sveitarinnar, Mókollur eða Kollur,
verið heygður og sé urðardyngja ofan á honum. Sögn þessi er ekki
sennileg, þótt vér látum oss til hugar koma, að fornmenn hefðu
verið miklu sterkari en nútímamenn, hefði þeim samt sem áður
verið ókleift að færa úr stað stórgrýtisbjörg þau, sem hóllinn er
gerður af, nema með fullkomnum vinnuvélum. Öll sagan er
þannig uppspuni, og sennilega einnig það, að maður þessi hafi
látið grafa sig í hólnum til þess að hafa frið fyrir klukknahljóðinu
frá næstu kirkju og skini sólar, því að á sumrin nær sól að skína á
hólinn."
Ég gekk á Mókollshaug við sjötta mann 23. ágúst 1975. I fyrri
ferðum mínum hafði mér vaxið í augum uppgangan. Raunar er
þrekvirkið ekki annað en 6—10 mínútna pjakk, en að vísu allbratt
síðast. Á móti kemur, að af haugnum er stutta brekku að fara úr
Haughvolflnu upp á Öxl, sem svo heitir, og fæst þá bæði styttri,
auðveldari og skemmtilegri gönguleið heim, út eftir Miðdegis-
fjalli.
En hvar maður situr efst á Mókollshaugi, gefst kostur á að tæta
sundur lýsingu Olaviusar. En orðalagi hans verður í engu
hnekkt:“ . . . og sé urðardyngja ofan á honum,“ því að þarna á
hátoppi haugsins er á örlitum bletti, 3—4 ferm. eða svo, stórgrýtis-
hrúgald, og er talsvert undrunarefni, hvernig það hefur komist
þangað. Það er engu líkara en skaparinn hafi dengt þarna niður
lúkufylli úr urðinni fyrir handan, og hafí vandað sig, því að hvergi
hefur steinn oltið niður, hanga þó margir tæpt á þverhníptri
brúninni.
Ég er Olaviusi sammála um það, að ekki séu þetta mannaverk.
Hins vegar þykir mér hann vanmeta burði Kollfírðinga til muna,
og að björg þessi séu ekki meiri en svo, að með pari af reipum
hefðu þeir Kollfírðingar, sem ég hafði kynni af, farið létt með að
tosa þeim þarna upp.
Ekki kemst maður hjá því að velta fyrir sér, hvernig standi á
sprungu þeirri, sem nær klýfur Mókollshaug að endilöngu. Eng-
an hafi ég heyrt minnast á sprunguna né séð hennar getið. Vera
má að fáir hafí veitt henni athygli, enda sést hún alls ekki frá
Bleikjuholtinu og ekki fyrr en farið er að klöngrast upp hauginn,
33