Strandapósturinn - 01.06.1988, Qupperneq 36
eða þá ofan af Haugbjörgum. Enga skýringu fann ég á sprung-
unni nema þá, að Mókolli hafi þótt ill vistin og sprengt af sér
hauginn.
Olavius veit ekki betur en útflutningur á „postulínsleir“ sé á
næsta leiti. Það má víða lesa milli línanna hjá honum. Hann
bollaleggur um flutninga í stórum stíl til strandar og leitar að
heppilegri útflutningshöfn:
„Lengst inni í Mókollsdal í Fellssókn í Strandasýslu, sem er
hlíðabrattur og nálægt mílu á lengd utan frá sjó, eru tvær allstórar
hæðir eða hólar. í þeim er þung, mjúk leirtegund, sem ýmist er
hvít eða bláhvít á litinn. Leir þessi freyðir ekki, hvorki í saltpéturs-
sýru né brennisteinssýru, og hann líkist fullkomlega postulíns-
leirnum á Borgundarhólmi, og ætti að mega nota hann á sama
hátt, þótt enn hafi eigi verið gerð tilraun með það, af því að
sýnishorn það, sem ég flutti með mér, þótti alltof lítið, og var það
þó tvö anker.“
Ef leir þessi reynist hæfur til postulínsgerðar, er sá galli á, að
erfitt er um flutning á honum, vegna þess hve langt er til næstu
hafnar, hvort sem er Skagaströnd eða Reykjarfjörður, nema siglt
yrði til Bitrufjarðar eða Steingrímsfjarðar, og er það þó dagleið í
burtu, því að aldrei hefur skip kornið á Kollafjörð, né mun heldur
koma þar.“
Olavius hélt utan til Kaupmannahafnar að loknum ferðurn
sínum hér og samdi ferðalýsinguna á næstu misserum. I formál-
anum, sem Jón Eiríksson ritaði, eins og áður er nefnt, kemur
fram, að hann hefur fylgst náið með bleikjumálinu. Og þegar litið
er yfir það í heild, má sjá Jón sem eins konar samnefnara fyrir
dæmið allt, hann býr Ferðabók Eggerts og Bjarna undir prentun,
kynnist þar hinni „fíngerðu, fitukenndu jarðtegund,“ hefur síðan
hönd í bagga með Olaviusi og „postulínsleir“ hans og veit upp á
sína tíu fingur, hvað næst er á prjónunum. Má mikið vera, ef J. E.
hefur ekki verið potturinn og pannan á bak við þetta mál allt.
Jón Eiríksson skrifar enn (í áðurnefndum formála): „Þótt
Tollkamerið samkvæmt allranáðarsamlegastri konungsskipan frá
4. maí 1778 hafi, bæði það ár og síðar, gert sér mikið far um að fá
nægilega mikið af leir þessum, svo að nothæfni hans yrði reynd í
34