Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 37
hinni konunglegu dönsku postulínsverksmiðju hér í borginni,
hefur það ekki tekist enn . . .
Nú er þess að vænta, að slíkt megi takast, því að Mohr stúdent
hefur eftir boði konungs 17. apríl 1780 verið sendur til Islands af
hálfu Tollkammers og verslunarinnar til að afla leirsins og verið
búinn nauðsynlegum tækjum til þess.“
Augljóst er, að mikið hefur þótt við liggja, kóngurinn sjálfur
gerir út sérlegan sendiboða í Fellssókn til að reka smiðshöggið á
verkið.
En „kóngur vill sigla, byr hlýtur ráða,“ og er skemmst frá að
segja, að sendiboðinn hafði ekki erindi sem erfiði, og hnefa af
„postulínsleir“ úr Bleikjuholtinu fengu Danir aldrei, utan ankerin
tvö frá Olaviusi.
Nicolai Mohr
Árið 1786 kom út í Kaupmannahöfn bókin „Forsög til en is-
landsk Naturhistorie" eftir N. Mohr — færeyskan stúdent — og
segir þar frá Islandsför hans 1780.
Eftir titli bókarinnar mætti ætla, að bleikjurannsóknir hefðu
ekki skipt umtalsverðu máli í ætlunarverki Mohrs hingað til lands.
Þó þarf ekki lengi að blaða í ritinu, þar til ljóst verður, að erindi
hans var í rauninni það eitt, að halda áfram bleikjuathugununum,
þar sem Olavius varð frá að hvefa, og verður ekki betur séð en
honum hafi verið uppálagt að skila fræðiriti um náttúrur landsins,
eins og þær lögðu sig, til viðbótar erindinu. I formála bókarinnar
kemur þetta einkar ljóslega fram, þar segir:
„Eftir að Danmörk hafði sér til sæmdar stofnsett postulíns-
verksmiðju, sem aðrar Evrópuþjóðir hafa ætíð litið lotningaraug-
um og e.t.v. öfundaraugum, var sú viturlega ákvörðun tekin, að
afla þekkingar og öruggra frétta um þá staði innan Danaveldis,
þar sem leirjörð fyndist og í hve miklum mæli, allt í þeim ákveðna
tilgangi, að eigi yrði skortur á innlendu efni til verksmiðjunnar, er
tímar liðu.
Því er það, að hin háa stjórn umræddrar verksmiðju kom til
35