Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 39
kíslinum ásamt nokkrum sandi eins og nr. 1. Sýran var einnig
mjög sterk.“
Mohr er, eins og Olavius, sannfærður um að bleikjuflutningar
til Kaupmannahafnar standi fyrir dyrum og íhugar eins og hann
lausnir á ýmsum vanda í sambandi við flutningana. Gerir meira að
segja samninga við bændur um að reiða bleikjuna til sjávar.
„Af framangreindum mælingum má sjá,“ segir Mohr, „að mikið
er af þessum fíngerða leir og taka mælingarnar þó einungis til
greinilegustu hólanna. Efa ég ekki, að innan um hæðirnar í kring
eru allmargar, sem í er jafnfíngerður og góður leir þeim, sem að
framan er getið, ef betra tækifæri gæfist til að rannsaka þær með
jarðbornum, því að í ‘á mílu fjarlægð og fjær í fjallshlíðinni í
sunnanverðum dalnum í átt til sjávar, sjást hingað og þangað
hæðir og bungur, sem eru huldar (jarðvegi) en sýna samskonar
leir og hinar fyrri, þótt oftast sé hann blandaður aðskotaefnum á
yfirborðinu. Augljóst er, að leirinn þarf að hreinsa, áður en hægt
verður að nota hann í postulín, og mikið væri unnið, með tilliti til
flutninga, sem bæði eru langir og erfiðir, ef hægt væri að gera það
á staðnum, en þetta er óhugsandi, þar sem varla er til nægilegt
vatn í grenndinni til að þvo sér um hendurnar eða hreinsa verk-
færi sín að kveldi að afloknu dagsverki. Hins vegar gæti slík
þvottastöð miklu fremur verið í Þrúðardalnum, sem leiðin til
strandar liggur um, eða utan við bæinn Skriðinsenni, eða fast við
sjóinn, við ána, sem fellur um dalinn. (Lækurinn Axlarkvísl rann
1969 og 1975 fast við Bleikjuholtið, og í bæði þessi skipti virtist
vatnsmagnið nægilegt til þessara nota. Lækurinn hefur áreiðan-
lega runnið þarna um langan aldur. Hann á upptök sín í Haug-
hvolfinu skammt ofan við holtið og er notaður sem landamerki
milli jarðanna Þrúðardals og Fells).
Leirnámið er létt verk, því að ekki þarf annað áhalda en góðar
skóflur, og moka má leirnum beint í tunnur eða poka.
Eftir nákvæma samninga við fólkið, sem býr næst staðnum, hét
það sýslumanninum og mér því, að flytja hverja tunnu frá hólun-
um að Þorpum, næsta og hentugasta sjávarplássi, fyrir 16 sk., enda
mætti það sjálft ákveða tímann til þess. Fyrir sama gjald og með
37