Strandapósturinn - 01.06.1988, Qupperneq 40
sömu skilyrðum lofuðu bændurnir, Hakon Jonsen og Thorsten
Jonsen (bændur í Þorpum) að flytja leirinn sjóleiðis frá Þorpum til
verslunarstaðarins Reykjarfjarðar. Hestalán, pokar eða tunnur
ásamt reipum og verkfærum reiknist sérstaklega.
Til áréttingar upplýsingum mínum lét ég flytja um það bil þrjár
tunnur af hvítum leir og rúmlega eina tunnu af gulum leir til
verslunarstaðarins, og var hann sendur burt með skipinu, sem
fórst. Þessar þrjár tunnur kostuðu í flutningi, enda bar hann upp
á hásláttinn, 3 Rdlr. 3 Mk. 3 Sk.
Hvíti leirinn í nr. 2. er viðkomu eins og smjör, og ekki fann ég
minnsta vott af hörðum efnum, hvorki milli fingranna né tann-
anna. Brennisteinssýran var hins vegar mikil og svo sterk, að
fyrsta daginn, þegar ég þvoði sjálfur borinn í hvert sinn, sem skipt
var um, hafði hann étið göt á skinnið við neglurnar og á vörunum.
Hafi eitthvað málmkyns verið saman við, hlaut það að vera orðið
uppleyst í hinni miklu og sterku sýru, og kæmi þá fram með því að
breyta litnum við tilraun í eldi. En sú varð alls ekki raunin, því að
ég gerði einmitt tilraun, eftir því sem efni stóðu til, í smiðju á Felli.
Deiglan stóð glóandi í aflinum í hálfa klst., og þegar hún kólnaði,
var hvíti liturinn fullkomlega jafn hreinn og áður, leirinn mjög
hertur og sprungulaus.
Anægður yfir þessari tilraun, ákvað ég að senda heim áður
nefndar 3 tunnur af þessum leir. Sé grunur minn réttur, má
auðveldlega brenna þennan leir og losa hann við sýruna, sem
hverfur úr honum í vatninu, og er hann sem sagt nothæfur í
postulínsverksmiðjunni.
Það gula í hæðinni nr. 3 var alsett sprungum og var dekkra á
litinn, sem líklega stafaði af járnkalki, sem í henni er. Þessi leir
leysist auðveldlegast upp í vatni og líkist sápu milli fingranna. Ef
til vill kæmi hann að gagni sem þófaraleir, Argilla Smetis. Að
þessu leyti hef ég visku mína frá jarðefnafróðum ferðalangi, sem
af tilviljun fékk dálítið sýni af honum hjá mér. Hann undraðist
hve fíngerður hann var og fullyrti, að hann stæði enskum þófara-
leir, sem talinn er eiga mikinn þátt í fagurri áferð enskra klæða, í
engu að baki.“
Hér verður ekki fleira rakið úr riti Mohrs. Það hefur ekki komið
38