Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 41
út á íslensku, og hef ég þýtt lauslega þann hluta, sem snertir
bleikjumálið, þar af birtist röskur helmingur hér að framan.
Nú hefði mátt ætla, að bleikjuútflutningur hæfist fyrir alvöru,
áður en langt liði, en til þess kom aldrei. Verður ekki annað sagt
en vindurinn hlypi nokkuð snögglega úr Dönum, því að héðan í
frá eru þeir ekki orðaðir við Mókollsdal. En á þessu kann að vera
til einföld skýring.
Eins og nefnt hefur verið, hafði ekkert gerst svo í bleikjumálinu,
að Jón Eiríksson væri þar ekki einhvers staðar nærri. Hann starf-
aði enn í stjórnarráðinu danska, þegar bók N. Mohrs kom út árið
1786, og komið var að stjórnvöldum að stíga nýtt skref í postulíns-
málinu. Búast hefði mátt við, að Jón léti málið til sín taka sem fyrr,
en þegar hér var komið, voru hagir hans breyttir. Alkunnugt er,
að síðustu ár æfinnar átti Jón við sívaxandi andstreymi að stríða í
starfi. Farinn að heilsu og vonsvikinn út af óleystum málefnum
íslenskum, stytti hann sér aldur árið 1787. Engan þarf að undra,
þótt hljótt yrði um þetta mál, þegar Jóns naut ekki lengur við, því
að með honurn mun margt íslandsmálið hafa lognast út af, þar
sem meira var í húfi en hér.
Út 18. öldina og alla þá 19. verður ekki tíðinda á Mókollsdal.
Framhald í ncesta hefti.
39