Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 42
Lárus Sigfússon
frá Stóru-Hvalsá
Ávarp á
ættarmóti
Kæru frændur og vinir.
Þegar við komum hér saman í dag til kynningar- og vinafundar,
að ég hygg fjórir ættliðir, afkomendur Stóru-Hvalsárhjónanna,
þeirra Sigfúsar Sigfússonar og Kristínar Guðmundsdóttur, þá
hvarflar hugurinn ósjálfrátt á vit bernsku- og unglingsáranna.
Ég ætla því í örfáum orðum að draga upp mynd af forfeðrum
okkar og bernskuheimilinu, eins og það kom mér fyrir barns-
augu, þegar ég fór fyrst að vakna til vitundar um umhverfi mitt.
Gamli bærinn á Hvalsá stóð á bæjarhólnum, um það bil 60—80
metra frá árbakkanum. Hann var nokkuð stór á þeirra tíma
mælikvarða og rúmaði því 2 fjölskyldur sæmilega, og það þótt
önnur þeirra væri nokkuð fjölmenn. En kröfur til húsrýmis voru
raunar alls ólíkar þá því sem þekkist í dag.
Á heimili foreldra minna voru á þessum tíma, auk okkar barn-
anna, fóstra móður minnar, Guðbjörg Helgadóttir, en maður
hennar, Guðmundur Guðmundsson, var látinn fyrir mitt minni.
Þau hjón höfðu búið um langan aldur á Hvalsá og tóku foreldrar
mínir við búi eftir þau. Þá var og á heimilinu móðuramma mín,
Sólbjörg Jórunn Vigfúsdóttir, og kona nokkur, háöldruð, María
40