Strandapósturinn - 01.06.1988, Blaðsíða 43
Daðadóttir. Þessar þrjár konur dóu allar á heimili foreldra minna
meðan ég var enn á barnsaldri, með fárra ára millibili. Fengurn við
systkinin því snemma að kynnast alvöru lífsins og mótlæti. Allar
voru þessar konur okkur börnunum einstaklega góðar og kærar,
og því söknuðurinn sár. En frá samverunni við þær eigum við enn
margar hjartfólgnar minningar, og það er sannfæring mín, að
börn sem aldrei kynnast öldruðu fólki og læra af lífsreynslu þess,
fari margs á mis, sem annars kæmi þeirn til góða í lífsbaráttunni.
Þá minnist ég Önnu Helgu Eiríksdóttur, ljósmóður, sem urn
margra ára skeið var heimilisföst hjá foreldrum mínum og var
ljósa okkar eldri systkinanna. Hún flutti síðar, er hún hætti ljós-
móðurstörfum, til fósturdóttur sinnar, Arndísar Jónsdóttur að
Höskuldsstöðum í Laxárdal. En Þórbergur Þórðarson gerði Arn-
dísi fræga sem elskuna sína í Ofvitanum. Hennar vegna gekk
Þórbergur inn alla Strandasýslu en missti þá kjarkinn og lét aldrei
sjá sig heima á bænum.
Eg var þriggja ára veturinn 1918, en sá vetur er enn í manna
minnum og nefndur frostaveturinn mikli. Við hann eru tengdar
mínar fyrstu minningar, og enn man ég eftir hjarninu sem huldi
allt og Hrútafirðinum ísi þökturn. Þetta hélst frá 13. degi jóla og
allt fram á vor. Varð þá lítið til fanga, er á leið, allar vörur
uppgengnar á Borðeyri en eitthvað enn til bjargar á Hvamms-
tanga. Tóku sig þá upp nokkrir bændur með hesta og sleða yfir
Hrútafjörð þveran, þaðan yfir Heggstaðanes að Utibleiksstöðum
og áfram yfir Miðfjörð til Hvammstanga. Man ég að ég var að
snúast kringum menn og hesta á bæjarhólnum og horfði síðan
eftir leiðangrinum hvar hann hélt út á ísinn á firðinum og hvarf
mér von bráðar sjónum, enda ég ekki hár í loftinu og sjóndeildar-
hringur minn ekki stór.
Þetta er ein af mínum fyrstu bernskuminningum og ekki fer á
milli mála hvaða ár þetta gerðist. Svona leiðangur var ekki farinn
nema þetta eina sinn á þessari öld, og verður vonandi aldrei oftar.
Eins og ég gat um, var á þessum árum tvíbýli á Stóru-Hvalsá, og
á móti foreldrum mínum bjó þar móðurbróðir minn, Vigfús
Guðmundsson. Kona hans var Steinunn Jónsdóttir en dætur
þeirra Sólborg og Jóna Þórunn. Þá var og á heimili þeirra móður-
41