Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 49
veðri. Allir voru hressir eftir svefninn í tjöldunum og eins þeir,
sem gistu á Kolbeinsá, Borgum og Kollsá.
Kl. 13.30 mættu allir inn á Prestsbakka, farið var í kirkjugarðinn
að leiði gömlu hjónanna og annarra ástvina. Síðan var farið í
kirkjuna og þar sungin nokkur lög. Þorbjörn í Lyngholti spilaði á
orgelið, sem við systkinin gáfum kirkjunni 1972 til minningar um
foreldra okkar.
Kl. 15.30 var farið í gönguferð upp með Hvalsá. Ágæt þátttaka
var í ferðinni, og veðrið gott. Rifjaðar voru upp ferðir um þessar
slóðir, örnefni og aðrar minningar. Bernskutíðin birtist þarna í
þokukenndri minningu liðinna ára. Bernskutíðin, sem við sökn-
um núna, en kunnum kannski ekki að meta þá.
Kl. 18.00 var farið að útbúa grillin, og mikil grillveisla fór nú
fram, sem stóð til um kl. 20.30. Og þá er allir voru mettir orðnir
var mikil brenna undirbúin úti í Tanga.
Haraldur bróðir var með harmónikuna, og spilaði af miklu
fjöri, svo að maður fékk fiðring í fæturna. Nokkrir tóku þarna
dansspor í túninu. Yngsta kynslóðin var nú mest í fótbolta og fleiri
leikjum, svo sem að hlaupa í skarðið og allskyns hlaupaleikjum
eins og þeim er tamt og lagið.
Kveikt var í bálkestinum kl. 22.00. Og upphófst nú mikill söng-
ur, hopp og hí umhverfis varðeldinn, sem logaði glatt, því nóg var
af rekaviðnum til að bæta á eldinn. Stóð þetta svo fram yfir
miðnætti. Fóru þá flestir að taka á sig náðir, þreyttir en ánægðir
eftir gott og velheppnað ættarmót.
Vona ég að allir sem þarna komu eigi góðar minningar frá
þessum degi.
Hafnarfírði í október 1987
47