Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 58
um tvítugt að sjá og í ferðafötum. Vakti það einkum eftirtekt
mína, að hann var með pinkla marga, bundna saman í hönk. Þessi
maður snýr sér til mín og segir: „Eg heiti nú Pálmi og er bróðir
hans Sigurgeirs og ætla að fá að vera hér“. Eg svara og segi, að ég
búist við að það sé honum mjög heimilt, en eins og sakir standi sé
frekar lítið um húsrými. Maðurinn segir að það sé nóg rúm fyrir
sig. Segist samt þurfa að bregða sér brott í bili, en komi bráðlega
alkominn. Þá spyr ég hvort hann vilji ekki skilja þessar pjönkur
eftir. Hann brosir til mín og segir: „Nei, það get ég ómögulega, því
að þetta eru bæði mínar syndir og annarra, sem ég hefi verið að
bera. En nú er þetta bráðum búið og mér fer að líða svo vel.“
Um leið og hann sagði þessi orð gekk hann út úr herberginu. Þá
var mér ljóst að ég vakti og sá á eftir honum.
Hugleiddi ég með sjálfri mér, hvort maður þessi hefði nokkru
sinni verið til.
Þar eð faðir minn, bróðir Sigurgeirs, hafði átt alls 17 systkini, en
aðeins 6 þeirra náð fullorðinsaldri að minni vitund, þá mundi ég
fæst af nöfnum þeirra, jafnvel þótt skeð gæti að ég hefði eitthvert
sinn heyrt þau öll. Sendi ég því eftir Sigurgeiri frænda mínum og
sagði honum fyrirburð þennan.
Sagði hann mér þá að hann hefði átt bróður sem Pálmi hét.
Hann hefði dáið um tvítugt og verið fyrir þeim bræðrum um alla
hluti. Taldi Sigurgeir augljóst mál, að hann hefði komið að vitja
nafns til mín. Sagðist hann hyggja að barni mínu mundi verða
þetta til gæfu.
A eðlilegum tíma eignaðist ég dreng og gaf honum nafnið
Pálmi. Er hann nú, árið 1948, 8 ára að aldri og hinn efnilegasti í
hvívetna.
4. Hljómlistin hulda
Sumarið 1942 var ég ráðskona hjá C. F. Jensen kaupmanni í
Kúvíkum við Reykjarfjörð.
Þá bar svo við dag nokkurn, að á mig sótti svefn. Var ég gripin
svo sterkri löngun að halla mér útaf, að mér var ómögulegt að
standa móti því. Kom það þó aldrei fyrir endranær.
Þetta var um kl. 3 e.h. Var ég búin að leggja á borð og hita kaffi
56