Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 59
og kom fólkið til drykkju klukkan hálf-ijögur. Tvíbýli var þarna
og bað ég því stúlku á hinu búinu að líta eftir barni mínu, og eins
að koma upp til mín ef ske kynni að ég sofnaði. Lofaði hún því.
Síðan fór ég upp á loft og lagðist í rúm mitt og breiddi rúmfötin
ofan á mig.
En ekki var ég fyrr lögst niður en ég heyrði hljóðfærishljóma, er
mér virtust í mikilli fjarlægð. Hækkuðu hljómar þessir stöðugt og
nálguðust jafnframt, uns mér virtust þeir komnir inn til mín.
Undraðist ég þetta og hreyfói mig í rúminu, til þess að ganga úr
skugga um að ég væri vakandi.
Heyrði ég nú hvert lagið eftir annað og undurfagran söng. Var
það þó aðeins ein rödd að því er mér virtist — afar há og skær,
einna líkust drengsrödd. Þekkti ég ekkert laganna né kvæðanna,
þó allt væri það sungið á íslenska tungu, nema eitt, er ég kunni vel:
Kvæði Davíðs Stefánssonar: Manstu, er saman við sátum?, með
lagi eftir Þórarin Guðmundsson.
En er hér var komið, fór ég að heyra raddir, sem töluðu.
Fjölgaði þeim stöðugt, uns mér virtist herbergið vera orðið fullt af
fólki. Virtust mér þó kvenraddir gnæfa yfir. Alltaf heyrði ég þó
hljómleikana sem undirspil.
Undarlegt fannst mér, að ekkert sá ég, en mér leið vel og ég var
mjög hrifin og full áhuga fyrir að heyra meira.
Fólk þetta ræddi um nokkuð sem var mjög merkilegt, og var ég
að hugsa um, að engu þessu mætti ég gleyma eða glata. Heyrði ég
þá annarlega rödd, mjög ólíka hinum. Sú rödd var bæði dimm og
hrottaleg. Hún mælti: „Eg er svo reiður, að það þýðir ekkert að
tala við mig.“
Mér varð svo illt við þetta, að ég þaut upp úr rúminu. Hljóðn-
uðu þá raddirnar í sama bili, eins og lokað hefði verið fyrir útvarp.
En það fannst mér kynlegast, að ég mundi ekki eitt einasta orð af
því sem þessar verur höfðu talað, nema þau fáu orð, sem grirnma
röddin sagði, — eins og ég hafði þó fastlega sett mér að muna það.
Eftir þetta fór ég aftur til minna starfa, og gat um við engan
mann, hvað fyrir mig hafði borið. Hafði ég þá verið upp á loftinu
alls um 20 mínútur, þótt mér virtist það miklu lengri tími.
Liðu svo nokkrir dagar, að ekkert bar til frásagna.
57