Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 60

Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 60
Þess ber að geta, að í herbergi mínu svaf dóttir hjónanna á hinu búinu, Björg Ólafsdóttir Magnússonar og Þórunnar Samsonar- dóttur. Var herbergið beint yfir híbýlum Ólafs og Þórunnar. Nú bar það til þegar við Björg vorum nýháttaðar, að við heyrð- um margar raddir óma. Virtust þær koma úr herbergi sem lá inn af okkar stofu. Fannst mér strax að það væru samskonar raddir sem ég hafði áður heyrt og varð því ekkert illt við. En Björg varð ofsahrædd og undrandi. Fór ég þá fram úr rúminu og sagði að best væri að athuga hverju þetta gegndi. Opnaði ég svo hurðina á herberginu. En jafnskjótt varð hljótt og allt datt í dúnalogn. Sváfum við síðan rólega um nóttina. Morguninn eftir fengum við ákúrur fyrir fíflalæti um kvöldið. Sagði Þórunn að Ólafur hefði verið farinn að klæða sig og ætlað upp á loft til að hasta á okkur. Bar tíma nákvæmlega saman við það, þegar við heyrðum raddirnar. Ekki veit ég enn í dag um grundvöll þessara fyrirbrigða. Er mér næst að halda, að þarna sé einhver fundarstaður hulduvera. 5. Svipur á sóldegi Sumarið 1943 fór ég sem ráðskona hjá sjómönnum til Hólma- víkur við Steingrímsfjörð. Hafði ég aðeins einu sinni komið þang- að áður, þegar ég var 7 ára, og þekkti þar ekki manna, nema skólasystkini mín þrjú frá Laugarvatni. Eg var búin að vera á Hólmavík rúma viku þegar hér var komið. Skal þess getið, að ég var heldur svefnlítil, því að nóttina áður hafði ég vakað við að hlusta á úrslit kosninga, sem lesin voru í útvarpið. Nú voru sjókarlarnir komnir heim að eta og ég þurfti að fara út í búð og gjörði það. Þegar ég var á heimleiðinni með fangið fullt af búðarbögglum, veitti ég því eftirtekt, að kona kom út úr húsa- sundi spölkorn frá mér. Vakti hún strax athygli mína, því að hún hafði sérstaklega ákveðnar og sveiflukenndar hreyfingar. Virtist hún ekki gefa mér gaum fyrr en hún var kornin til móts við mig hinum megin á götunni. Þá leit hún snöggt við, gekk beint yfir götuna, réttir mér höndina og segir: „Sæl vertu.“ 58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.