Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 60
Þess ber að geta, að í herbergi mínu svaf dóttir hjónanna á hinu
búinu, Björg Ólafsdóttir Magnússonar og Þórunnar Samsonar-
dóttur. Var herbergið beint yfir híbýlum Ólafs og Þórunnar.
Nú bar það til þegar við Björg vorum nýháttaðar, að við heyrð-
um margar raddir óma. Virtust þær koma úr herbergi sem lá inn
af okkar stofu. Fannst mér strax að það væru samskonar raddir
sem ég hafði áður heyrt og varð því ekkert illt við.
En Björg varð ofsahrædd og undrandi. Fór ég þá fram úr
rúminu og sagði að best væri að athuga hverju þetta gegndi.
Opnaði ég svo hurðina á herberginu. En jafnskjótt varð hljótt og
allt datt í dúnalogn. Sváfum við síðan rólega um nóttina.
Morguninn eftir fengum við ákúrur fyrir fíflalæti um kvöldið.
Sagði Þórunn að Ólafur hefði verið farinn að klæða sig og ætlað
upp á loft til að hasta á okkur. Bar tíma nákvæmlega saman við
það, þegar við heyrðum raddirnar.
Ekki veit ég enn í dag um grundvöll þessara fyrirbrigða. Er mér
næst að halda, að þarna sé einhver fundarstaður hulduvera.
5. Svipur á sóldegi
Sumarið 1943 fór ég sem ráðskona hjá sjómönnum til Hólma-
víkur við Steingrímsfjörð. Hafði ég aðeins einu sinni komið þang-
að áður, þegar ég var 7 ára, og þekkti þar ekki manna, nema
skólasystkini mín þrjú frá Laugarvatni.
Eg var búin að vera á Hólmavík rúma viku þegar hér var komið.
Skal þess getið, að ég var heldur svefnlítil, því að nóttina áður
hafði ég vakað við að hlusta á úrslit kosninga, sem lesin voru í
útvarpið.
Nú voru sjókarlarnir komnir heim að eta og ég þurfti að fara út í
búð og gjörði það. Þegar ég var á heimleiðinni með fangið fullt af
búðarbögglum, veitti ég því eftirtekt, að kona kom út úr húsa-
sundi spölkorn frá mér. Vakti hún strax athygli mína, því að hún
hafði sérstaklega ákveðnar og sveiflukenndar hreyfingar. Virtist
hún ekki gefa mér gaum fyrr en hún var kornin til móts við mig
hinum megin á götunni. Þá leit hún snöggt við, gekk beint yfir
götuna, réttir mér höndina og segir:
„Sæl vertu.“
58