Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 61

Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 61
Ég fór að reyna að losa hægri höndina og setja bögglana á vinstri arminn. Því næst rétti ég henni höndina og segi hálfhikandi: „Komdu sæl.“ Aldrei mun ég verða svo gömul að mér líði úr minni áhrif þau, er ég varð fyrir frá konu þessari ogjafnframt útlit hennar. Skal ég nú leitast við að lýsa henni. Hún var með hæstu konum á vöxt, en svo skinhoruð, að það var með ólíkindum að hún skyldi geta staðið á fótunum. Hár hafði hún ljósrautt á lit og var með grá, stingandi augu, ekki óvingjarn- leg, en ísmeygileg og rannsakandi. Mjög var hún kinnfiskasogin og var auðsætt, að hana vantaði alla jaxla. Munnstór var hún og með næfurþunnar varir. Titringur var á höfði hennar, sem kallað er „að tina.“ Hún var í svartri upphlutsskyrtu úr prjónasilki, með silfraðan borða á upphlutnum. Ekki sagði kona þessi fleira við mig, en stóð og horfði á mig nokkrar sekúndur. Flaug þá í hug minn, að hún myndi vera geggjuð og fór að gæta í kringum mig, hvort ég sæi ekki fleira fólk á ferli. Sá ég þá í nokkurri ijarlægð, að kona hallaðist fram á grindur við garð nokkurn, og virtist hún veita okkur athygli. Styrkti það mig í þeirri trú, að konan sem hjá mér stóð væri ekki með sjálfri sér, — og hin konan væri að líta eftir henni. Hélt ég því áleiðis heim. Samt leit ég bráðlega við. Sá ég þá konuna enn; sá hana ganga upp dyraþrep og hverfa inn í hús. Hélt ég svo heim. Þegar ég kom inn í eldhússkúrinn, fannst mér sem skyndilega væri hvíslað að mér, að þessi kona hefði ekki verið náttúrleg. Sagði ég körlunum frá þessu. Varð það til þess að þeir gjörðu óspart grín að mér, þegar ég sagði að annaðhvort hefði ég mætt brjálaðri konu, eða þá afturgöngu. Einn þeirra, formaðurinn, hló þó ekki að mér, því sjálfur hafði hann verið skyggn í bernsku. Sagði ég við karlana, að ég vildi óska þess að þeir ættu eftir að kynnast því fyrirbrigði, er sannfærði þá um að fleira væri til en þeir sæju nú. Síðan fór ég út í hús það er skólasystkin mín bjuggu í, dl þess að reyna að afla mér fræðslu nokkurrar um konu eða vofu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.