Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 61
Ég fór að reyna að losa hægri höndina og setja bögglana á vinstri
arminn. Því næst rétti ég henni höndina og segi hálfhikandi:
„Komdu sæl.“
Aldrei mun ég verða svo gömul að mér líði úr minni áhrif þau,
er ég varð fyrir frá konu þessari ogjafnframt útlit hennar. Skal ég
nú leitast við að lýsa henni.
Hún var með hæstu konum á vöxt, en svo skinhoruð, að það var
með ólíkindum að hún skyldi geta staðið á fótunum. Hár hafði
hún ljósrautt á lit og var með grá, stingandi augu, ekki óvingjarn-
leg, en ísmeygileg og rannsakandi. Mjög var hún kinnfiskasogin
og var auðsætt, að hana vantaði alla jaxla. Munnstór var hún og
með næfurþunnar varir. Titringur var á höfði hennar, sem kallað
er „að tina.“ Hún var í svartri upphlutsskyrtu úr prjónasilki, með
silfraðan borða á upphlutnum.
Ekki sagði kona þessi fleira við mig, en stóð og horfði á mig
nokkrar sekúndur. Flaug þá í hug minn, að hún myndi vera
geggjuð og fór að gæta í kringum mig, hvort ég sæi ekki fleira fólk
á ferli. Sá ég þá í nokkurri ijarlægð, að kona hallaðist fram á
grindur við garð nokkurn, og virtist hún veita okkur athygli.
Styrkti það mig í þeirri trú, að konan sem hjá mér stóð væri ekki
með sjálfri sér, — og hin konan væri að líta eftir henni. Hélt ég því
áleiðis heim.
Samt leit ég bráðlega við. Sá ég þá konuna enn; sá hana ganga
upp dyraþrep og hverfa inn í hús. Hélt ég svo heim.
Þegar ég kom inn í eldhússkúrinn, fannst mér sem skyndilega
væri hvíslað að mér, að þessi kona hefði ekki verið náttúrleg. Sagði
ég körlunum frá þessu. Varð það til þess að þeir gjörðu óspart
grín að mér, þegar ég sagði að annaðhvort hefði ég mætt brjálaðri
konu, eða þá afturgöngu.
Einn þeirra, formaðurinn, hló þó ekki að mér, því sjálfur hafði
hann verið skyggn í bernsku.
Sagði ég við karlana, að ég vildi óska þess að þeir ættu eftir að
kynnast því fyrirbrigði, er sannfærði þá um að fleira væri til en
þeir sæju nú. Síðan fór ég út í hús það er skólasystkin mín bjuggu í,
dl þess að reyna að afla mér fræðslu nokkurrar um konu eða vofu