Strandapósturinn - 01.06.1988, Qupperneq 80
einhverjum til fróðleiks að rekja æskuminningar mínar um smá-
bátaútgerðina í Tungusveit.
Þegar ég var innan við tíu ára aldur minnist ég þess, að hver
bóndi, sem bjó við sjó að einum undanskildum, átti bát og reri með
lóðir á haustin eða lét róa honum undir formennsku annarra.
Áður höfðu þar að auki nokkrir dalabændur gert út báta, þótt
dregið hefði úr sjósókn þeirra um þær mundir.
Ég man að séra Jón Brandsson áttu skektu, sem hann hafði við
selalagnirnar og til að fara á í Hólmann um varptímann, en
fiskiróðrar voru þá ekki stundaðir lengur frá Kollafjarðarnesi.
Magnús Jónsson á Hvalsá átti bát, sem Haukur var nefndur og
réri honum á haustin frá Hvalsá. Magnús var móðurbróðir Ágústs
Benediktssonar, sem nú (1968) býr á Hvalsá.
Þá átti Jón Guðmundsson í Þorpum tvo báta, sem stundum var
róið báðum í senn, a.rn.k. um tíma að haustinu. Hét sá stærri
Gustur, en hinn var alltaf kallaður Litli báturinn. Jón var athafna-
maður og góður smiður bæði á tré og járn. Hann var þekktur
bátasmiður, frábær sjómaður og orðlögð skytta. Hann tók á móti
fiski og saltaði. Eitthvað mun hann hafa vaskað og þurrkað af fiski
á vorin þó að í smáum stíl væri.
Ég man líka eftir Bjarna Björnssyni á Huga sínum, sem hann
réri alltaf frá Þorpum. Bjarni átti þá heima á Broddanesi. Bátur
hans fórst í Leiðunum inn á Kollafjörð fyrsta vetrardag árið 1917.
Skipverjar voru fjórir og drukknuðu þeir allir.
Stærsta og umsvifamesta verstöðin í sveitinni var á Smáhömr-
um. Þar bjó Björn Halldórsson og átti fjóra báta. Þeim var að vísu
ekki öllum róið samtímis á haustin, en þó kom það fyrir og eins var
það oft, að Vestanmenn frá Djúpi réru bátum, sem Björn átti,
þann tíma, sem þeir voru, sem venjulega var frá því íjúlí og þar til
um eða eftir leitir. Stærstur af bátum Björns þá var Silungur.
Hann var sagður stórt fimmmannafar, en var eiginlega sexæring-
ur. Heyrði ég sagt, að farið væri á honum til hákarlaveiða út á
Hnúfur og lengra út í Flóa. Ég man aðeins eftir Silungi þegar ég
var drengur, hann var þá á hvolftrjám innst í Vognum (þ.e.
Smáhamravogi). Hans tíð var að verða búin eins og gengur.
Sæbjörninn var aftur á móti nýlegur bátur, stórt fjögramannafar,
78