Strandapósturinn - 01.06.1988, Qupperneq 81
en skipverjar voru ýmist fimm eða sex. Held ég að það hafi verið
full þungróið á honum fyrir fjóra, þó að það væri gert stundum.
Guðbrandur sonur Björns á Smáhömrum var með Sæbjörninn og
var alltaf formaður fyrir föður sinn þangað til hann fór sjálfur að
búa og gera út eigin bát, sexæring, sem hét Hringur. Tók þá
fóstursonur Björns, Jónatan Benediktsson (síðar kaupfélags-
stjóri) við formennsku á Sæbirninum og var með hann um skeið.
Einn báturinn, sem Björn átti, hét Blíðviður. Það var liðlegt
fjögramannafar, sem pabbi minn Jónatan Árnason var formaður
á, fyrstu árin sín á Smáhömrum. Seinna var hann með Sval í mörg
haust, en það var fjórði bátur Björns um þær mundir. Svalur var
þriggja rúma bátur, mjór og borðlágur miðað við lengd hans. Á
þessari fleytu var faðir minn hætt kominn, þegar hann varð að
hleypa yfir Steingrímsfjörð í rokinu mikla 4. okt. 1912, er Sigurð-
ur Kárason fórst með þrem hásetum sínum. En þeir á Sval náðu
landi fyrir utan Malarhorn norðan við Drangsnes.
Það var hvort tveggja að Björn á Smáhömrum var dugnaðar- og
athafnamaður, enda hafði hann góða aðstöðu. Hann tók á móti
öllum fiski, sem fór í salt á Smáhömrum, bæði fyrir Kaupfélag
Steingrímsfjarðar og R.P. Riis kaupmann, sem rak verslun bæði á
Hólmavík og Borðeyri.
Fiskurinn var lagður inn flattur í þá daga. Svo var saltfiskurinn
fluttur til Hólmavíkur fyrir jól, nema sá hluti hans, sem Björn
vaskaði og þurrkaði með fólki sínu á vorin og var síðan fluttur
fullþurrkaður í kaupstaðinn. Fiskurinn var alltaf breiddur og
þurrkaður á malarreitum í Ytri-Tanganum fyrir utan Voginn.
Talsverð hákarlaútgerð var einnig frá Smáhömrum allan vetur-
inn frá jólaföstu þegar gaf á sjó. Lifrin var brædd í stórum potti
inni í Tanga. Þar stóðu og hjallar, þar sem hákarlinn var þurrkað-
ur. Fyrrum hafði Björn gert út hákarlaskip frá Gjögri. Hét það
Kringlan og var sexæringur. Jón Guðmundsson í Þorpum var
venjulega formaður á Kringlunni. Hann var eins og áður er sagt
afburðagóður sjómaður og þrekmenni.
Með þessari umfangsmiklu útgerð og fiskverkun hafði Björn á
Smáhömrum allstórt bú eftir því sem þá var um að ræða, þannig
að segja mátti um hann eins og Skallagrím forðurn, að fjárafli hans
79