Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 84
verið nefndur. Guðbrandur eignaðist síðar fleiri báta og sótti fast
sjóinn.
Grímur Benediktsson á Kirkjubóli átti bát, sem Jökull var
nefndur og var róið frá Kirkjubóli. Guðmundur Bárðarson smíð-
aði hann harða vorið 1882, sama árið, sem hann kom að Kolla-
fjarðarnesi. Og báturinn var látinn heita eftir umhverflnu eins og
það var þá, þann grimma frostavetur og mesta ísa-ár þeirrar
aldar. Pabbi minn var einu sinni eða oftar formaður fyrir Grím og
bjó þá í Gestsstaðaseli framrni á Miðdal.
Gekk hann ofaneftir á hverjum morgni þegar sjóveðurútlit var
og fór heim að kvöldi. Það þætti mikið á sig lagt núna, þegar allt er
farið á bílum. En í þá daga var nú viðhorfið annað og ekki hikað
við að leggja á sig erfiði þegar þess þurfti. Það varð að duga eða
drepast eins og máltækið segir.
Menn vestan frá Djúpi voru farnir að róa á sumrin og fram eftir
hausti í Ormstanganum á Kirkjubóli, þegar ég var barn. Og þaðan
réri Siguður Kárason frá Bolungarvík, sem drukknaði 1912 og
þeir fjórir alls eins og áður hefur verið getið. Bátur hans hét
Helmingur og dró nafn sitt af því, að Grímur Ormsson og Sarnúel
Guðmundsson í Miðdalsgröf áttu hann til helminga áður fyrr.
Frá Kirkjubóli var þá líka að ég held það sama haust róið
miklum og fallegum bát, sem hét Dúó eins ogbátur Jóns íTungu.
Kristján bróðir Jóns hafði átt þann bát áður í Bolungarvík. Eftir
dauða hans fluttu nýir eigendur hann til Steingrímsfjarðar og
stunduðu þar róðra. Þetta var fimmmannafar, sem kallað var,
sérstaklega góður bátur eðajafnvel sá besti sem hér hefur verið, er
mér óhætt að segja.
Löngu seinna var látin vél í hann eins og fleiri árabáta frá
þessum tíma, og honum róið frá Drangsnesi.
Eins og nafnið bendir til þá hefur verið róið úr Naustavíkinni í
Heiðarbæ, en eftir að ég man eftir mér var ekki róið þaðan. En ég
heyrði sagt, að Guðjón og Halldór Hjálmarssynir hafi átt bátinn
Sval, sem Björn á Smáhömrum fékk seinna og róið úr Heiðarbæj-
arnaustavíkinni þegar þeir voru báðir í Heiðarbæ.
Grímur Stefánsson í Húsavík átti bát, sem hét Mjóni og réri
honum heimanað. En síðustu árin, sem Grímur lifði (þ.e. til 1924)
82