Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 85
var honum róið frá Smáhömrum. Þá var Aðalsteinn Aðalsteins-
son formaður á honum.
Grímur í Húsavík átti annan bát, Hafliða, sem var heldur minni
en Mjóni. Þriðji bátur Gríms var lítil skekta, sem var vel fallin til að
fara á í hrognkelsanet og skreppa fram á víkina til að fá sér í soðið.
Jón Guðmundsson í Tungugröf átti skektu, sem hann réri
stundum á að haustlagi. Annars vann hann mikið við smíðar, var
snikkari eins og smiðir voru nefndir í þá daga.
Hefi ég nú lýst bátakosti þeirra bænda, sem voru hér í sveitinni
þegar ég var að alast upp og hann var hreint ekki lítill, enda man
ég það, að oft sáust bátar á fiskimiðum hér á Steingrímsfirði sem
nærri má geta bæði á sumrin og haustin, því að mörgum báti var
þar að auki róið frá Selströnd hinum megin fjarðarins svo og úr
Hrófbergshreppi, sem tók við af Tungusveit (Kirkjubólshreppi)
sunnan fjarðarins. Eg man t.d. að Jón Tómasson á Hrófá átti bát,
sem hann réri heimanað frá sér á haustin. Hann hét ísfirðingur.
Hólmavík var þá í uppbyggingu, en útgerð þaðan var þó enn
hverfandi lítil, en fór brátt vaxandi, einkum eftir að vélbátarnir
komu til sögunnar.
Tíminn líður hratt og þeim fækkar óðum, sem muna eftir
smábátaútgerð bænda í Steingrímsfirði eða vita hversu almenn
hún var og mikill þáttur í tekjuöflun og aðföngum heimilanna. En
reyndin var sú, að fyrrum áttu jafnvel dalabændur báta og stund-
uðu fiskveiðar jafnframt búskapnum. Eg man til dæmis, að
mamma mín sagði mér frá því, að Daði bóndi á Gestsstöðum átti
bát, sem róið var frá Heydalsá á haustin, þegar hún var ung. Og
svo veit ég til þess, að Tunguprestar létu róa bátum sínum frá
Tungugröf áður fyrr.
Þau mörgu og miklu naust og hróf og sérstaklega í Hrófey og
Skipatanga í Tungugröf sýna að talsverður skipakostur hefur
verið hér urn slóðir fyrr á öldum.
En nú eru breyttir tímar, vélaöldin gekk í garð og gömlu árabát-
arnir hurfu af miðunum. I þeirra stað komu vélbátarnir og voru
nokkrir slíkir gerðir út til þorskveiða úr Tungusveit á fjórða og
fimmta áratug aldarinnar. En skeið þeirra varð stutt. Bæði kom
83